Erlent

Laumufarþegi féll úr flugvél í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn féll úr flugvél British Airways.
Maðurinn féll úr flugvél British Airways. Vísir/EPA
Laumufarþegi féll úr flugvél yfir London í morgun og lenti á verslun. Vélinni var flogið frá Johannesburg í Suður-Afríku, en annar maður sem faldi sig um borð er í alvarlegu ástandi. Starfsmenn á Heathrow flugvellinum fundu manninn þegar flugvélin lenti eftir tæplega þrettán þúsund kílómetra ferðalag.

Maðurinn sem lést féll úr vélinni þegar Boeing 747 British Airways kom til lendingar. Talið var að maðurinn hafi lent á þaki NotOnTheHighStreet.com verslunar og staðfesti talsmaður fyrirtækisins það við Sky News.

Árið 2012 lést maður sem féll úr flugvél yfir London og laumufarþegar sem hafa falið sig í hjólabúnaði véla hafa dáið úr kulda, þar sem kuldinn getur orðið allt að -60 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×