Handbolti

Gróttumenn fá besta mann HK á síðasta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Þorkelsson formaður Handknattleiksdeildar Gróttu ásamt Lárusi Helga Ólafssyni.
Arnar Þorkelsson formaður Handknattleiksdeildar Gróttu ásamt Lárusi Helga Ólafssyni. Mynd/Handknattleiksdeild Gróttu
Lárus Helgi Ólafsson hefur gert tveggja ára samning við nýliða Gróttu og mun spila með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

Lárus Helgi Ólafsson er 27 ára markvörður sem átti mjög flott tímabil með HK á nýloknu tímabili þar sem hann var valinn leikmaður ársins.

Lárus Helgi átti sinn besta leik rétt fyrir jól þegar hann varði sjö víti frá FH-ingum í leik liðanna í Digranesinu.

Þetta verður ekki fyrsta tímabil Lárusar með Gróttu en hann lék einnig með liðinu tímabilið 2011-12 sem var einmitt síðasta tímabil Gróttu í efstu deild karla.

Lárus Helgi Ólafsson lék með Val í tvö tímabil eftir að hann yfirgaf Gróttu þegar liðið féll úr deildinni vorið 2012 en áður en hann kom út á Nes varði hann mark ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×