Fótbolti

Nantes ætlar að bjóða í Kolbein

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt hollenska dagblaðinu De Telegraaf hefur félagið í hyggju að bjóða í íslenska sóknarmanninn Kolbein Sigþórsson hjá Ajax.

Kolbeinn, sem tryggði Íslandi 2-1 sigur á Tékklandi í síðustu viku, á eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax og hefur í hyggju að leita annað í sumar.

„Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar," sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í síðustu viku.

Nýlega var fullyrt að spænska félagið Real Sociedad, sem Alfreð Finnbogason leikur með, hefði áhuga á þjónustu Kolbeins. Spánverjarnir vildu bjóða leikmenn í skiptum fyrir Kolbein sem forráðamenn Ajax féllust ekki á, samkvæmt fréttum De Telegraaf um málið.

Nantes endaði í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en félagið hefur átta sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2001.

Jordan Veretout var markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann leikur sem miðjumaður. Félaginu vantar því markaskorara fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×