Fyndinn karakter sem er til í allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Gaëlle Enganamouit er mikill stuðbolti. vísir/getty Gaëlle Enganamouit hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur fylgst með HM kvenna í Kanada, enda spilar hún frábærlega auk þess sem einstök hárgreiðsla hennar fer ekki fram hjá neinum. Enganamouit skoraði þrjú mörk fyrir Kamerún í riðlinum og er ein af markahæstu leikmönnum keppninnar. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir frammistöðu sína í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilaði við hlið íslensku landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Eskilstuna. Glódís Perla er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og saman hafa þær hjálpað Eskilstuna að vinna fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Liðið er í þriðja sætinu í HM-fríinu efir 2-1 sigur á Örebro í síðasta leiknum, þar sem Glódís Perla lagði upp sigurmarkið og Gaëlle Enganamouit skoraði það fyrra. Glódís Perla hefur annars staðið sig mjög vel í þriggja manna vörn liðsins.Frábær leikmaður „Hún er frábær leikmaður,“ segir Glódís Perla, sem þekkir vel til styrkleika Gaëlle Enganamouit enda dekkar hún hana mikið á æfingum Eskilstuna. „Hún er ótrúlega sterkur leikmaður en hefur líka góðan hraða. Það er erfitt að spila á móti leikmanni sem hefur bæði styrk og hraða og það eru heldur ekki margir slíkir leikmenn til, enda hefur framherji oftast bara annaðhvort,“ segir Glódís. „Hún er rosalega góð að fá boltann og halda honum fyrir liðið þannig að við getum allar fært okkur ofar. Hún skiptir rosalega miklu máli fyrir okkur,“ segir Glódís um mikilvægi Enganamouit í liði Eskilstuna. Kamerún er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti kvenna og er komið í sextán liða úrslitin sem hefjast um helgina. Kamerún tapaði öllum þremur leikjum sínum á Ólympíuleikunum í London 2012 og Gaëlle Enganamouit hafði ekki alltof mikla trú á liðinu fyrir HM. „Það fyndnasta við þetta er þegar hún var að tala um að hún væri að fara á HM þá talaði hún alltaf um hvað Kamerún væri með lélegt lið. Hún talað um hvað þær væru ógeðslega lélegar og að hún væri langbesti leikmaðurinn,“ segir Glódís Perla í léttum tón. „Við vorum því bara í sjokki þegar við sáum fyrsta leikinn þar sem þær voru að spila flottan fótbolta. Hvað var hún að bulla því þær eru ótrúlega góðar,“ segir Glódís, en Kamerún vann 6-0 sigur í fyrsta leik þar sem Gaëlle Enganamouit skoraði þrennu daginn fyrir 23 ára afmælið sitt. Hún átti líka þátt í öllum sex mörkunum og fiskaði einnig rautt spjald. „Það kom mér ekki óvart að sjá hana standa sig svona vel og var frekar pirruð að hún væri að skora þrennur með þeim frekar en okkur,“ segir Glódís hlæjandi. „Hún á að til að vera svolítið löt en mér fannst hún ekki vera þannig í þessum leikjum með Kamerún. Nú verðum við að pressa aðeins meira á hana og koma henni í betra form,“ segir Glódís, en Eskilstuna spilar sinn fyrsta leik eftir HM-frí 11. júlí næstkomandi.Gaëlle er komin með þrjú mörk á HM.vísir/gettyMjög skemmtilegt stelpa „Hún er mjög fyndin og skemmtilegur karakter. Hún er til í allt og lætur mann hlæja mikið með því að segja okkur fyndnar sögur. Þetta er mjög skemmtileg stelpa,“ segir Glódís. „Það vantaði sjálfstraust í hana í byrjun tímabilsins hjá okkur til þess að klára betur færin, en svo var hún búin að skora í síðustu þremur leikjunum með okkur áður en hún fór út. Ég er svo glöð yfir að hún skuli að standa sig vel á HM því þá kemur hún svo peppuð aftur til okkar,“ segir Glódís. „Við í liðinu vorum að vonast eftir því að Svíþjóð og Kamerún myndu komast áfram og mætast í sextán liða úrslitunum. Það hefði verði mjög skemmtilegur leikur,“ segir Glódís, en Kamerún mætir Kína á meðan Svíar spila við hið geysisterka lið Þýskalands. Til þess að Kamerún og Svíþjóð mætist á HM þurfa bæði liðin að komast alla leið í undanúrslitin en þá þurfa þau að vinna mjög sterk lið eins og Þýskaland og Bandaríkin. Glódís á líka liðsfélaga í sænska landsliðinu en með hverjum heldur hún á HM?Heldur með Kamerún „Ég held eiginlega með Kamerún. Það er alltaf gaman þegar nýtt og skemmtilegt lið kemur inn og á gott mót,“ segir Glódís, en þegar hún horfir á HM er hún að horfa á marga leikmenn sem hún er að mæta í sænsku deildinni. Er skemmtilegra að horfa á HM þannig? „Ég verð bara meira svekkt yfir því að Ísland sé ekki þarna. Þegar ég er að horfa á þessa leiki þá hugsa ég að við eigum fullt erindi þangað,“ segir Glódís. Fótbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Gaëlle Enganamouit hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur fylgst með HM kvenna í Kanada, enda spilar hún frábærlega auk þess sem einstök hárgreiðsla hennar fer ekki fram hjá neinum. Enganamouit skoraði þrjú mörk fyrir Kamerún í riðlinum og er ein af markahæstu leikmönnum keppninnar. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir frammistöðu sína í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilaði við hlið íslensku landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Eskilstuna. Glódís Perla er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og saman hafa þær hjálpað Eskilstuna að vinna fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Liðið er í þriðja sætinu í HM-fríinu efir 2-1 sigur á Örebro í síðasta leiknum, þar sem Glódís Perla lagði upp sigurmarkið og Gaëlle Enganamouit skoraði það fyrra. Glódís Perla hefur annars staðið sig mjög vel í þriggja manna vörn liðsins.Frábær leikmaður „Hún er frábær leikmaður,“ segir Glódís Perla, sem þekkir vel til styrkleika Gaëlle Enganamouit enda dekkar hún hana mikið á æfingum Eskilstuna. „Hún er ótrúlega sterkur leikmaður en hefur líka góðan hraða. Það er erfitt að spila á móti leikmanni sem hefur bæði styrk og hraða og það eru heldur ekki margir slíkir leikmenn til, enda hefur framherji oftast bara annaðhvort,“ segir Glódís. „Hún er rosalega góð að fá boltann og halda honum fyrir liðið þannig að við getum allar fært okkur ofar. Hún skiptir rosalega miklu máli fyrir okkur,“ segir Glódís um mikilvægi Enganamouit í liði Eskilstuna. Kamerún er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti kvenna og er komið í sextán liða úrslitin sem hefjast um helgina. Kamerún tapaði öllum þremur leikjum sínum á Ólympíuleikunum í London 2012 og Gaëlle Enganamouit hafði ekki alltof mikla trú á liðinu fyrir HM. „Það fyndnasta við þetta er þegar hún var að tala um að hún væri að fara á HM þá talaði hún alltaf um hvað Kamerún væri með lélegt lið. Hún talað um hvað þær væru ógeðslega lélegar og að hún væri langbesti leikmaðurinn,“ segir Glódís Perla í léttum tón. „Við vorum því bara í sjokki þegar við sáum fyrsta leikinn þar sem þær voru að spila flottan fótbolta. Hvað var hún að bulla því þær eru ótrúlega góðar,“ segir Glódís, en Kamerún vann 6-0 sigur í fyrsta leik þar sem Gaëlle Enganamouit skoraði þrennu daginn fyrir 23 ára afmælið sitt. Hún átti líka þátt í öllum sex mörkunum og fiskaði einnig rautt spjald. „Það kom mér ekki óvart að sjá hana standa sig svona vel og var frekar pirruð að hún væri að skora þrennur með þeim frekar en okkur,“ segir Glódís hlæjandi. „Hún á að til að vera svolítið löt en mér fannst hún ekki vera þannig í þessum leikjum með Kamerún. Nú verðum við að pressa aðeins meira á hana og koma henni í betra form,“ segir Glódís, en Eskilstuna spilar sinn fyrsta leik eftir HM-frí 11. júlí næstkomandi.Gaëlle er komin með þrjú mörk á HM.vísir/gettyMjög skemmtilegt stelpa „Hún er mjög fyndin og skemmtilegur karakter. Hún er til í allt og lætur mann hlæja mikið með því að segja okkur fyndnar sögur. Þetta er mjög skemmtileg stelpa,“ segir Glódís. „Það vantaði sjálfstraust í hana í byrjun tímabilsins hjá okkur til þess að klára betur færin, en svo var hún búin að skora í síðustu þremur leikjunum með okkur áður en hún fór út. Ég er svo glöð yfir að hún skuli að standa sig vel á HM því þá kemur hún svo peppuð aftur til okkar,“ segir Glódís. „Við í liðinu vorum að vonast eftir því að Svíþjóð og Kamerún myndu komast áfram og mætast í sextán liða úrslitunum. Það hefði verði mjög skemmtilegur leikur,“ segir Glódís, en Kamerún mætir Kína á meðan Svíar spila við hið geysisterka lið Þýskalands. Til þess að Kamerún og Svíþjóð mætist á HM þurfa bæði liðin að komast alla leið í undanúrslitin en þá þurfa þau að vinna mjög sterk lið eins og Þýskaland og Bandaríkin. Glódís á líka liðsfélaga í sænska landsliðinu en með hverjum heldur hún á HM?Heldur með Kamerún „Ég held eiginlega með Kamerún. Það er alltaf gaman þegar nýtt og skemmtilegt lið kemur inn og á gott mót,“ segir Glódís, en þegar hún horfir á HM er hún að horfa á marga leikmenn sem hún er að mæta í sænsku deildinni. Er skemmtilegra að horfa á HM þannig? „Ég verð bara meira svekkt yfir því að Ísland sé ekki þarna. Þegar ég er að horfa á þessa leiki þá hugsa ég að við eigum fullt erindi þangað,“ segir Glódís.
Fótbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira