Erlent

Kjúklingar kýldir og steiktir lifandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Samtökin Mercy for animals birtu í gær myndband sem sýnir grimmilega meðferð á kjúklingum sem aldir eru til slátrunar. Þar má sjá starfsmenn reyta lifandi kjúklinga, kýla þá og jafnvel eru þeir steiktir lifandi.

Samtökin vekja athygli á því að búið sem myndbandið er sagt hafa verið tekið upp í, er með svokallaða American Humane vottun. Þeirri vottun er ætlað að sýna fram á að komið sé mannúðlega fram við dýr á vottuðum býlum.

Vert er að vara fólk við því að myndbandið gæti vakið óhug.

Samtökin hafa sett af stað undirskriftarsöfnun þar sem American Humane vottunarsamtökin er hvött til að stöðva þessu grimmilegu meðferð.

Á myndbandinu má sjá ástand unga í svokölluðum ungahúsum og hefur meðal annars verið keyrt yfir einhverja þeirra. Ungum er kastað í jörðina svo einhverjir deyja við höggið og margt fleira.

Á vef Independent segir að fyrirtakið Fosters Farms hafi sagt upp fimm manns. Eftir að myndbandið var birt var sett af stað innri rannsókn innan fyrirtækisins, sem rekur sjö þúsund býli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×