Erlent

Fékk skammbyssu í afmælisgjöf

Samúel Karl Ólason skrifar
Dylann Roof.
Dylann Roof. Vísir/AFP
Dylann Roof, sem grunaður er um að myrða níu manns í kirkju í Charleston í Bandaríkjunum, fékk skammbyssu í afmælisgjöf. Gjöfina fékk hann frá föður sínum þegar hann varð 21 árs í apríl. Æskuvinur Roof bar kennsl á hann eftir að lögreglan birti myndir af honum úr öryggisvélum.

BBC ræddi við móðir vinar hans, sem sagði hann hafa verið hæglátan og indælan ungan mann.

Sjá einnig: Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston

Kona sem var í kirkjunni segir að árásarmaðurinn hafi hlaðið vopn sitt fimm sinnum á meðan á skothríðinni stóð.

„Ég verð að gera þetta. Þið nauðgið konum okkar og eruð að taka yfir landið okkar. Þið þurfið að fara.“ Þetta segir konan að Roof hafi sagt við fórnarlömb sín.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði fyrr í kvöld að þetta atvik sýndi fram á þörfina fyrir hertar vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar að auki sagðist hann hafa of oft þurft að tjá sorg sína yfir dauða saklausra borgara sem hefðu verið myrt af manneskjum sem hefðu ekki verið í vandræðum við að verða sér út um vopn.

„Á einhverjum tímapunkti, þurfum við sem þjóð að sætta okkur við að fjöldamorð sem þessi, eiga sér ekki stað í öðrum þróuðum ríkjum.“

Yfirlýsingu forsetans í heild sinni má sjá hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×