Erlent

Brian Williams snýr ekki aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Brian Williams.
Brian Williams. Vísir/EPA
Brian Williams mun ekki snúa aftur sem fréttaþulur Nightly News á NBC. Honum var vikið úr starfi í febrúar eftir að upp komst að hann hafði um árabil logið til um að hafa verið í herþyrlu sem varð fyrir skotum í Írak. Lester Holt mun taka við Nightly News.

Holt hafði verið afleysingarmaður Williams um nokkurt skeið, Williams mun verða þulur á undirstöðinni MSNBC.

Eftir að hermaður sem var í umræddri þyrlu sagði að Williams hafi ekki verið í henni, fann innri rannsókn NBC mörg tilvik þar sem þulurinn hafði ýkt reynslu sína frá Írak. Samkvæmt AP fréttaveitunni, var Williams vinsælasti fréttaþulurinn í Bandaríkjunum.




Tengdar fréttir

Laug til um upplifun sína sína af stríði

Bandarískur fréttaþulur hefur beðist afsökunar á að hafa logið til um upplifun sína af því þegar skotið var á þyrlu sem hann sagðist hafa verið í í Írak árið 2003.

Laug Bill O´Reilly um átök í Argentínu?

Aðalmaður Fox News segist hafa verið á stríðssvæði á tímum Falklandseyjastríðsins og að hermaður hafi miðað byssu á hann. Samstarfsmenn hans draga söguna í efa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×