Erlent

Danska stjórnin rétt heldur velli

Heimir Már Pétursson skrifar
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra, á kjörstað í dag.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra, á kjörstað í dag. vísir/epa
Bláa blokkin fær einum þingmanni fleiri en rauða blokkin í dönsku þingkosningunum sem fram fara í dag samkvæmt útgönguspá Metro fríblaðsins.

Samkvæmt útgönguspánni fengi blá blokkinn undir forystu Lars Lökke Rasmunssen formanns Venstre 88 þingmenn en vinstri blokkinn undir forystu Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra 87 þingmenn.

Útgönguspáin nær ekki til greiddra atkvæða í Færeyjum og á Grænlandi en þau eiga fjóra þingmenn á danska þinginu. En almennt njóta vinstri flokkarnir meira fylgis þar en hægri flokkarnir.

Hrannar B. Arnarson framkvæmdastjóri jafnaðarmanna í Norðurlandaráði fylgist grannt með kosningunum ytra. Hann segir úrtak Metro ekki stórt. Hins vegar sé gert ráð fyrir að rauða blokkinn njóti meira fylgis en bláa blokkinn í Færeyjum og á Grænlandi og því gæti forsætisráðherrann haldið velli með atkvæðum Færeyinga og Grænlendinga.

„Það er hins vegar athyglivert hvað innflytjendamál hafa verið áberandi í kosningabaráttunni og því gæti afstaða almennings til þeirra ráðið úrslitum á lokametrunum,“ segir Hrannar.

Metro fór ekki að beiðni um að birta ekki útgönguspá fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað en það gerðu hins vegar stóru miðlarnir. Þeir birta sínar spar klukkan sex, um leið og kjörstöðum verður lokað.



Uppfært klukkan 18:10:
Samkvæmt útgönguspá danska ríkisútvarpsins, DR, fær bláa blokkin þremur þingmönnum fleiri en rauða blokkin í kosningunum, 89 þingmenn á móti 86. Það sama á þó við um þessa útgönguspá og þá frá Metro að atkvæði frá Grænlandi og Færeyjum eru ekki með. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×