Erlent

38 létust í árásum Boko Haram

Liðsmenn Boko Haram.
Liðsmenn Boko Haram. vísir/afp
Að minnsta kosti þrjátíu og átta létust í tveimur árásum í Nígeríu í gær. Börn þar á meðal. Talið er að vígahópurinn Boko Haram hafi staðið þar að verki, en vinnur nígerski herinn nú að því að uppræta hópinn, að því er fram kemur á BBC.

Árásirnar áttu sér stað í tveimur þorpum í landinu, Lamina og Ungumawo og voru nokkur hús brennd til grunna. Nýr forseti Nígeríu, Muahammadu Buhari, sagði á Twitter í dag að aukinn þungi hafi verið settur í aðgerðir gegn vígamönnunum sem eigi eftir að skila árangri von bráðar.

Þúsundir hafa fallið í árásum Boko Haram í Nígeríu frá því að hópurinn var fyrst stofnaður árið 2002 en liðsmenn hans segjast beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×