Erlent

Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dylan Storm Roof
Dylan Storm Roof
Lögregla vestanhafs hefur handtekið Dylan Storm Roof, 21 árs manni, sem banaði níu manns í skotárás í Suður-Karólínu í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í sögufrægri kirkju í Charleston.

Talið er víst að kynþáttahatur búi að baki árásinni en eingöngu þeldökkir sækja kirkjuna. Er árásin átti sér stað stóð vikulegur Biblíufundur safnaðarins yfir. Átta létust á staðnum og einn á sjúkrahúsi. Þrír lifðu árásina af.

Einn eftirlifenda sagði fjölmiðli í Charleston að Roof hefði leyft henni að lifa svo hún væri til frásagnar af því sem átti sér stað. Óttast er að atburðurinn geti haft slæmar afleiðingar í för með sér og að slegist geti í brýnu milli þeldökkra og annara.

Kirkjan á mikla og ríka sögu en hún á rætur sínar að rekja til frjálsra þeldökkra manna auk þræla árið 1791. Hún skaddaðist árið 1886 í jarðskjálfta en var endurbyggð fimm árum síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×