„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2015 14:00 Hermann Jónsson á TedxReykjavík Vísir/Roman Gerasymenko „Ég vil verða besti pabbi í heimi,“ sagði Hermann Jónsson á TedxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíói 16. Maí síðastliðinn. Hermann er er faðir Selmu Hermannsdóttur sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af einelti og mikilvægi þess að mæta hatri með ást. Í erindi sínu sagði Hermann frá sinni stefnu sem faðir en hann ákvað fljótlega eftir að hann átti sitt fyrsta barn að verða besti pabbi í heimi. „Á hverju degi vinn ég að því að ná því markmiði, að verða besti pabbi í heimi. Það er háleitt markmið sem krefst mikillar vinnu en í mínum huga er það þess virði.“ Hann sagðist hafa þurft að skilgreina markmiðið og komst að því að hann væri ekki að ala upp barn heldur fullorðna manneskju. „Það sem ég meina með því er að allt sem ég geri á meðan barnið elst upp mun hafa áhrif á hvernig manneskja barnið mitt verður þegar það hefur vaxið úr grasi.“ Hermann sagði markmið ekki að barnið hans verði að bankastarfsmanni eða lækni, heldur að það búi að góðum gildum í framtíðinni. „Gildi sem skilgreina manneskju. Þegar ég verð grár og gamall vil ég að ég verði stoltur af þeim manneskjum sem börnin mín eru orðin.“ Hann skapaði því ímynd af þeirri manneskju sem hann vildi að barnið sitt yrði. Hann sagðist hafa gert það með því að líta á sjálfan sig og þurft að átta sig á því hvað hann gerði sjálfur vel og hvað ekki. „Eina manneskjan sem ég get í raun stjórnað er ég sjálfur en ég get haft áhrif á börnin mín. Með því að vera góð fyrirmynd sendi ég skýr skilaboð til barnanna minna,“ sagði Hermann. Hann sagði bestu leiðina til að koma þessu skilaboðum til barnanna sinna í gegnum eigin hegðun. „Ég komst að því að ég yrði að lifa lífi mínu eftir einni reglu: Allt sem ég geri eru bein skilaboð til barnanna minna. Ef ég vil að börnin mín drekki ekki, þá drekk ég ekki. Ef ég vil að börnin mín reyki ekki, þá reyki ég ekki.“ Tengdar fréttir Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
„Ég vil verða besti pabbi í heimi,“ sagði Hermann Jónsson á TedxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíói 16. Maí síðastliðinn. Hermann er er faðir Selmu Hermannsdóttur sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af einelti og mikilvægi þess að mæta hatri með ást. Í erindi sínu sagði Hermann frá sinni stefnu sem faðir en hann ákvað fljótlega eftir að hann átti sitt fyrsta barn að verða besti pabbi í heimi. „Á hverju degi vinn ég að því að ná því markmiði, að verða besti pabbi í heimi. Það er háleitt markmið sem krefst mikillar vinnu en í mínum huga er það þess virði.“ Hann sagðist hafa þurft að skilgreina markmiðið og komst að því að hann væri ekki að ala upp barn heldur fullorðna manneskju. „Það sem ég meina með því er að allt sem ég geri á meðan barnið elst upp mun hafa áhrif á hvernig manneskja barnið mitt verður þegar það hefur vaxið úr grasi.“ Hermann sagði markmið ekki að barnið hans verði að bankastarfsmanni eða lækni, heldur að það búi að góðum gildum í framtíðinni. „Gildi sem skilgreina manneskju. Þegar ég verð grár og gamall vil ég að ég verði stoltur af þeim manneskjum sem börnin mín eru orðin.“ Hann skapaði því ímynd af þeirri manneskju sem hann vildi að barnið sitt yrði. Hann sagðist hafa gert það með því að líta á sjálfan sig og þurft að átta sig á því hvað hann gerði sjálfur vel og hvað ekki. „Eina manneskjan sem ég get í raun stjórnað er ég sjálfur en ég get haft áhrif á börnin mín. Með því að vera góð fyrirmynd sendi ég skýr skilaboð til barnanna minna,“ sagði Hermann. Hann sagði bestu leiðina til að koma þessu skilaboðum til barnanna sinna í gegnum eigin hegðun. „Ég komst að því að ég yrði að lifa lífi mínu eftir einni reglu: Allt sem ég geri eru bein skilaboð til barnanna minna. Ef ég vil að börnin mín drekki ekki, þá drekk ég ekki. Ef ég vil að börnin mín reyki ekki, þá reyki ég ekki.“
Tengdar fréttir Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30