Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 13:29 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira