Innlent

Mótmæltu vanhæfri ríkisstjórn og ástandi heilbrigðiskerfisins

Hróp voru gerð að forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í dag. Allt að þrjú þúsund manns fylgdust með, þeirra á meðal fjöldi mótmælanda. Ráðherrann sagði síðustu misseri hafa gefið landsmönnum enn frekari ástæðu til að líta björtum augum fram á veginn.

Mótmælendur héldu sumir hverjir á kröfuspjöldum og kölluðu vanhæf ríkisstjórn. Misjafnt var hverju þeir voru að mótmæla en margir nefndu lagasetningu á verkföll og áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Þá voru skiptar skoðanir meðal hátíðargesta á Austurvelli á því hvort að rétt hafi verið að nota þennan dag til þess að mótmæla.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 hafa skilning á mótmælunum. „Já, fólk hefur auðvitað rétt á því að mótmæla og ég held að þetta sé kannski til marks um ástandið. Að það sé hlutir sem þarf að taka á frekar en nokkuð annað,“ sagði Dagur.

Mikilvægast þótti honum þó að mótmælin í dag hafi verið friðsöm.

Viðtalið við Dag, ásamt viðtölum við mótmælendur og brot úr ræðu forsætisráðherra, má nálgast í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×