Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 17. júní 2015 11:15 Um nokkur hundruð manns eru á Austurvelli. Vísir/Lillý Valgerður Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015 Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015
Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58