Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 19:45 Samkvæmt fréttinni á vef Verzló var meðaleinkunn þeirra sem sóttu um 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem teknir voru inn 9,4. Vísir Verzlunarskóli Íslands, vinsælasti menntaskólinn meðal þeirra tíundu bekkinga sem sóttu um framhaldsnám nú í vor, þurfti að hafna rúmlega sextíu nemendum sem voru með 9,0 eða hærra í meðaleinkunn. Í frétt á vef skólans er gerð athugasemd við það hversu gríðarmikið einkunnir grunnskólanema hafa hækkað frá því að samræmdu prófin voru aflögð. 555 sóttu um nám við Verzló sem fyrsta val og 140 sem annað val. Aðeins 280 nýnemapláss voru hinsvegar í boði. Samkvæmt fréttinni á vef Verzló var meðaleinkunn þeirra sem sóttu um 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem teknir voru inn 9,4.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu „Þessar háu einkunnir valda nokkrum heilabrotum og eðlilegt að skólafólk og aðrir áhugasamir spyrji sig hvert stefni í þessum efnum,“ segir í frétt Verzlunarskólans. „Er örugglega verið að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans?“Einkunnadreifing í stærðfræði meðal nýnema Verzló árin 2004 og 2014.Mynd/Verzlunarskóli ÍslandsEinkunnir grunnskólanema hafa hækkað mjög mikið frá því að samræmd próf voru lögð niður árið 2008. Sem dæmi nefnir höfundur fréttarinnar að meðaleinkunn stærðfræðinema árið 2004 var 8,1 í skólaeinkunn en í fyrra var hún orðin 9,2. Þó bendi ekkert til þess að nýnemar við Verzlunarskólann séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum. „Fylgst hefur verið náið með námskröfum og námsgengi nemenda skólans og þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004,“ segir í fréttinni. „Hin síðari ár höfum við of mörg sorgleg dæmi þess að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í hvorugri greininni á sínu fyrsta ári í Verzlunarskólanum.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Verzlunarskóli Íslands, vinsælasti menntaskólinn meðal þeirra tíundu bekkinga sem sóttu um framhaldsnám nú í vor, þurfti að hafna rúmlega sextíu nemendum sem voru með 9,0 eða hærra í meðaleinkunn. Í frétt á vef skólans er gerð athugasemd við það hversu gríðarmikið einkunnir grunnskólanema hafa hækkað frá því að samræmdu prófin voru aflögð. 555 sóttu um nám við Verzló sem fyrsta val og 140 sem annað val. Aðeins 280 nýnemapláss voru hinsvegar í boði. Samkvæmt fréttinni á vef Verzló var meðaleinkunn þeirra sem sóttu um 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem teknir voru inn 9,4.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu „Þessar háu einkunnir valda nokkrum heilabrotum og eðlilegt að skólafólk og aðrir áhugasamir spyrji sig hvert stefni í þessum efnum,“ segir í frétt Verzlunarskólans. „Er örugglega verið að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans?“Einkunnadreifing í stærðfræði meðal nýnema Verzló árin 2004 og 2014.Mynd/Verzlunarskóli ÍslandsEinkunnir grunnskólanema hafa hækkað mjög mikið frá því að samræmd próf voru lögð niður árið 2008. Sem dæmi nefnir höfundur fréttarinnar að meðaleinkunn stærðfræðinema árið 2004 var 8,1 í skólaeinkunn en í fyrra var hún orðin 9,2. Þó bendi ekkert til þess að nýnemar við Verzlunarskólann séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum. „Fylgst hefur verið náið með námskröfum og námsgengi nemenda skólans og þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004,“ segir í fréttinni. „Hin síðari ár höfum við of mörg sorgleg dæmi þess að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í hvorugri greininni á sínu fyrsta ári í Verzlunarskólanum.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira