Erlent

Morsi dæmdur til lífstíðarfangelsis vegna njósna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Morsy, fyrrum forseti Egypta, var rekinn frá Egyptalandi árið 2013.
Morsy, fyrrum forseti Egypta, var rekinn frá Egyptalandi árið 2013. Vísir/EPA
Egypskur dómstóll dæmdi fyrrum forseta Egyptalands Mohamed Morsi og sextán aðra leiðtoga Múslimska bræðralagsins til lífstíðarfangelsis vegna njósna. Hægt er að áfrýja úrskurðinum.

Hann var í síðasta mánuði dæmdur í lífsstíðarfangelsi vegna síns þáttar í fangelsisflótta árið 2011.

Í Egyptalandi merkir lífstíðarfangelsi tuttugu og fimm ára fangelsisvist. Hvað varðar þrjá aðra leiðtoga Múslimska bræðralagsins, Khairat Al Shater, Mohamed Beltagy og Ahmed Abdel Alaty þá var fallist á dauðarefsingu í þeirra tilviki og verða þeir hengdir.

Morsi, fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Egypta, var rekinn úr landi árið 2013 af hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×