Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd 16. júní 2015 11:30 Fjölnishnefinn er vaknaður í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Breiðablik unnu bæði sína leiki og eru í tveimur efstu sætunum. Þessi lið mætast einmitt á sunnudagskvöld. Fjölnismenn eru nú í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir FH og einu á eftir Breiðabliki, eftir 3-0 sigur á nýliðum Leiknis. Valur og KR koma svo næst en síðarnefnda liðið missteig sig óvænt gegn nýliðum ÍA á heimavelli og slapp með 1-1 jafntefli. Stjörnumenn fengu svo dýrmæt stig með 2-0 sigri á Fylki og komu sér þannig loksins aftur á sigurbraut. Stjörnumenn þurftu nauðsynlega stigin til að missa ekki toppliðin enn lengra frá sér. Keflavík og ÍBV verma botnsæti deildarinnar með fjögur stig hvort eftir tapleiki í umferðinni. Víkingar og Skagamenn eru skammt undan en fyrrnefnda liðið er í krísu eftir 4-1 tap fyrir Breiðabliki.Umfjöllun og viðtöl eftir leiki umferðarinnar:ÍBV - FH 1-4Keflavík - Valur 1-2Breiðablik - Víkingur 4-1Fjölnir - Leiknir 3-0Fylkir - Stjarnan 0-2KR - ÍA 1-1Krulli Gull skorar markið sitt gegn Víkingum.Vísir/ErnirGóð umferð fyrir ...... boltastrákinn í Keflavík Valur vann í Keflavík, 2-1, en heimamenn reyndu hvað sem þeir gátu til að vinna. Engu líkara var en að boltastrákarnir á leiknum hefðu tekið þátt í undirbúningnum fyrir hann því mark Hólmars Arnar Rúnarssonar var að stórum hluta því að þakka hversu öskufljótur boltastrákurinn við hliðarlínuna stúkumegin var að koma boltanum á Magnús Þóri Matthíasson. Ingvar Kale hafði hætt sér allt of langt út úr markinu og var ekki búinn að koma sér í stöðu þegar Hólmar Örn Rúnarsson lét vaða að markinu. Magnús Þórir fékk stoðsendinguna skráða á sig en boltastrákurinn á sinn þátt í því, svo mikið er víst.... Rúnar Pál Sigmundsson Sigur er sigur. Hann var kannski ekki fallegur, sigur Stjörnumanna í Árbænum en hann færði Stjörnumönnum þrjú langþráð stig. Íslandsmeistararnir hafa verið allt annað en sannfærandi í sumar og botninum var náð þegar Garðbæingar steinlágu fyrir Fjölni í sjöundi umferð. „Ég er bara sáttur við frammistöðu mannanna. Þetta snerist um að vinna baráttuna og við gerðum það. Okkar barátta skilaði þessum tveimur mörkum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn. Honum var létt.... vinstri væng Breiðabliks Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru tveir af sprækustu mönnum deildarinnar og spila saman á vinstri kantinum hjá Breiðabliki. Þeir fóru illa með Víkinga í umferðinni. Kristinn skoraði tvö og lagði upp eitt auk þess sem að Höskuldur skoraði eitt og lagði upp annað. Kristinn er svo sókndjarfur að hann var mættur á fjærstöng þegar Ellert Hreinsson, framherji, skaut að marki. Þvílíkt markanef.Óli Þórðar meðal áhorfenda.Vísir/ErnirSlæm umferð fyrir ...... dómara Dómarar vinna að mörgu leyti vanþaklátt starf. Þegar þeir standa sig vel er varla eftir því tekið en mistökin þeirra eru dregin fram í sviðsljósið og greind í frumeindir. Mistökin hafa verið nokkur í sumar og óvenjulega mörg mörk, sem við nánari eftirgrennslan virðast vera lögleg, hafa verið dæmd af liðum. Leiknismenn kvörtuðu sáran yfir því að hafa ekki fengið mark dæmt og vítaspyrnu þar að auki gegn Fjölni. Ólafur Þórðarson fékk rautt þegar Garðar Örn Hinriksson dæmdi Víkingi ekki vítaspyrnu gegn Breiðabliki og þá fékk Vilhjálmur Alvar Þórarinsson það óþvegið frá Jóhannesi Harðarsyni, þjálfara ÍBV, fyrir ákvarðanir sínar í leiknum gegn FH. Þessir dómarar þurfa sterk bein, svo mikið er víst.... misskilning Tvö afar skrautleg mörk litu dagsins ljós í umferðinni. Það er ekki á hverjum degi að leikmaður skorar sjálfsmark með skalla utan vítateigs. Það gerðist þegar Kiko Insa skallaði boltann aftur að eigin marki í leik Keflavíkur og Vals. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var þá kominn langt út úr eigin marki og missti boltann yfir sig. Sending Fylkismannsins Odds Inga Guðmundssonar aftur á markvörðinn Bjarna Þórð Halldórsson var í sama gæðaflokki í gær og færði Stjörnumönnum mark á silfurfati.... Ólaf Þórðarson Lét reka sig upp í stúku fyrir mótmæli í 4-1 tapleiknum gegn Breiðabliki og sá fátt jákvætt við frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að þjálfari Breiðabliks hafi viðurkennt eftir leik að hans menn hefðu alls ekki átt skilið að vinna svo stórt. Víkingar hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð en í þremur þeirra hefur Milos Milojevic, hinn aðalþjálfari Víkings, verið staddur á þjálfaranámskeiði í Serbíu. Ólafur hlýtur að telja dagana þar til að hann snýr aftur.Gulli Jóns fylgist spenntur með.Vísir/VilhelmTölfræði og sagan: * Kristján Flóki Finnbogason varð fyrsti gesturinn til að skora þrennu á Hásteinvelli í fjórtán ár (Ásmundur Arnarsson fyrir Fram 2001). * FH-ingar hafa skorað níu mörkum meira í ár en þeir gerðu í fyrstu átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni í fyrra. * Annað árið í röð sitja Eyjamenn í neðsta sæti deildarinnar eftir átta fyrstu umferðirnar. * ÍBV fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik í þriðja leiknum í röð. * Eyjamenn hafa ekki haldið hreinu í heimaleik á móti FH í tæp þrettán ár eða síðan að Birkir Kristinsson náði því í júlí 2002. * ÍBV vann fjóra heimasigra í 1. til 8. umferð 2013 en hefur aðeins unnið einn heimasigur (8 leikir) í 1. til 8. umferð 2014 og 2015. * Blikar hafa unnið fyrsta hálftímann í Pepsi-deildinni í sumar 5-0. * Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn síðan liðið vann fimm í röð frá júní til júlí 2010. * Markatala Víkingsliðsins í fyrri hálfleik í undanförnum fjórum tapleikjum er -6 (0-6). * Víkingar hafa ekki fengið stig síðan að Pape Mamadou Faye hætti hjá félaginu. * Gunnleifur Gunnleifsson hélt marki Blika hreinu í 451 mínútu sem er félagsmet í efstu deild. * Víkingsliðið hefur aðeins unnið 1 af síðustu 13 leikjum sínum í Pepsi-deildinni. * Valsmenn unnu síðast þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni í júní og júlí 2011. * Keflvíkingar fengu dæmt á sig víti fimmta leikinn í röð í Pepsi-deildinni. * Keflavíkurliðið hefur aðeins skorað 1 mark á 360 mínútum í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. * KR-ingar hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni. * Fyrsta stig Skagamanna á KR-vellinum í tæp átta ár eða síðan að liðin gerðu 1-1 jafntefli 26. ágúst 2007. * Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Stjörnunnar, hefur spilað í 212 mínútur í Pepsi-deildinni án þess að fá á sig mark. * Stjarnan hefur náð í átta fleiri stig á útivelli en á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar. * Fylkismenn hafa tapað þremur heimaleikjum í röð og það með markatölunni 1-8. * Fylkismenn hafa ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og í samtals 290 mínútur. * Fjölnismenn hafa unnið þrjá síðustu leiki sína með markatölunni 8-1. * Fjölnir er búið að vinna jafnmarga leiki í Pepsi-deildinni í ár og allt síðasta sumar. * Fjölnismenn hafa komist 1-0 yfir í sex af átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.KópaCabana, stuðningsmannasveit Blikan.Vísir/ErnirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:Steven Lennon tók hornspyrnu: Lélegasta horn sumarsins, á jörðinni og útaf vellinum sirka meter frá hornfánanum.Haraldur Árni Hróðmarsson á Nettóvellinum: Jimenez reynir að hafa áhrif á boltastrák sem ætlar að kasta boltanum til Valsara. "No ball" öskrar hann og hristir hausinn með tilþrifum þegar drengurinn sinnir sínu starfi. Vel gert hjá strák.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvellinum: „Pape í Breiðablik. Við viljum Pape í Breiðablik,“ syngja stuðningsmenn Breiðabliks. Áhugavert.Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli: Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net og leikmaður Leiknis, er ekki í leikmannahópi Leiknis í dag sem eru viss vonbrigði. Ég ætla bara að viðurkenna það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristján Flóki Finnbogason, FH - 9 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 9 Steven Lennon, FH - 8 Orri Sigurður Ómarsson, Val - 8 Sigurður Egill Lárusson, Val - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki - 8 Aron Sigurðarson, Fjölni - 8 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörunni - 8 Hörður Árnason, Stjörnunni - 8 Kiko Insa, Keflavík - 3Umræðan á #pepsi365Með þessu áframhaldi þar sólarvörn að fylgja með miðanum á leikina í #sunnyKEF#fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/TfrLWG3KBG — Haraldur Axel (@HaraldurAxel) June 14, 2015Það voru nokkur sjálfsmörkin skoruð á 6.flokks mótinu sem ég var á um helgina en ekkert eins klaufalegt og þetta #valur#fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) June 14, 2015Er Höskuldur Gunnlaugs hjá Breiðablik hinn nýji Gummi Ben? Ótrúlega líkir í hreyfingum með bolta á vellinum. #fotboltinet#pepsi365 — Haukur V. Magnússon (@haukur80) June 14, 2015Plís segiði mér að Dítú hjá Leikni heiti Artú að fyrra nafni. #pepsi365#fotbolti#fjölnirvsleiknir — Runar Robertsson (@RunarRoberts) June 15, 2015Aldrei útaf! #Pepsi365#fjölei — Gunnleifsson (@GulliGull1) June 15, 2015Ef ég væri Leiknis-leikmaður hefði ég hjólað í þessa dómara. Kostuðu þá leikinn. Ekki boðlegt. #fotboltinet#pepsi365 — Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) June 15, 2015Bjarni Guðjóns er farinn að hljóma eins og pabbi sinn í viðtölum #pepsi365 — Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 15, 2015@HoddiMagnusson dómarar dansa líka eftir höfðinu eins og tíðkast annars staðar ! Eftir höfðinu dansa limirnir ! #pepsi365 — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) June 15, 2015Íslenskir aðstoðardómarar þurfa að hætta að giska og leyfa sóknarmönnunum að njóta vafans, þetta er alltof þreytt #fotbolti#pepsi365 — Björn Axel (@bjorn_axel) June 16, 2015Flottasta mark 8. umferðar: Atvik 8. umferðar: Markasyrpa 8. umferðar: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Múrað fyrir hjá Blikum og Tómasar í veseni | Myndbönd Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 8. júní 2015 10:00 Uppbótartíminn: Doumbia sneri aftur með stæl | Myndbönd Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. 27. maí 2015 11:27 Uppbótartíminn: Garðar eyðilagði veisluna í Breiðholti - Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 12. maí 2015 10:30 Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 21. maí 2015 00:01 Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30 Uppbótartíminn: Línuverðir í ruglinu - Myndbönd Þriðja umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 18. maí 2015 00:45 Uppbótartíminn: Þristaregn á Hlíðarenda - Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 8. maí 2015 09:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Breiðablik unnu bæði sína leiki og eru í tveimur efstu sætunum. Þessi lið mætast einmitt á sunnudagskvöld. Fjölnismenn eru nú í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir FH og einu á eftir Breiðabliki, eftir 3-0 sigur á nýliðum Leiknis. Valur og KR koma svo næst en síðarnefnda liðið missteig sig óvænt gegn nýliðum ÍA á heimavelli og slapp með 1-1 jafntefli. Stjörnumenn fengu svo dýrmæt stig með 2-0 sigri á Fylki og komu sér þannig loksins aftur á sigurbraut. Stjörnumenn þurftu nauðsynlega stigin til að missa ekki toppliðin enn lengra frá sér. Keflavík og ÍBV verma botnsæti deildarinnar með fjögur stig hvort eftir tapleiki í umferðinni. Víkingar og Skagamenn eru skammt undan en fyrrnefnda liðið er í krísu eftir 4-1 tap fyrir Breiðabliki.Umfjöllun og viðtöl eftir leiki umferðarinnar:ÍBV - FH 1-4Keflavík - Valur 1-2Breiðablik - Víkingur 4-1Fjölnir - Leiknir 3-0Fylkir - Stjarnan 0-2KR - ÍA 1-1Krulli Gull skorar markið sitt gegn Víkingum.Vísir/ErnirGóð umferð fyrir ...... boltastrákinn í Keflavík Valur vann í Keflavík, 2-1, en heimamenn reyndu hvað sem þeir gátu til að vinna. Engu líkara var en að boltastrákarnir á leiknum hefðu tekið þátt í undirbúningnum fyrir hann því mark Hólmars Arnar Rúnarssonar var að stórum hluta því að þakka hversu öskufljótur boltastrákurinn við hliðarlínuna stúkumegin var að koma boltanum á Magnús Þóri Matthíasson. Ingvar Kale hafði hætt sér allt of langt út úr markinu og var ekki búinn að koma sér í stöðu þegar Hólmar Örn Rúnarsson lét vaða að markinu. Magnús Þórir fékk stoðsendinguna skráða á sig en boltastrákurinn á sinn þátt í því, svo mikið er víst.... Rúnar Pál Sigmundsson Sigur er sigur. Hann var kannski ekki fallegur, sigur Stjörnumanna í Árbænum en hann færði Stjörnumönnum þrjú langþráð stig. Íslandsmeistararnir hafa verið allt annað en sannfærandi í sumar og botninum var náð þegar Garðbæingar steinlágu fyrir Fjölni í sjöundi umferð. „Ég er bara sáttur við frammistöðu mannanna. Þetta snerist um að vinna baráttuna og við gerðum það. Okkar barátta skilaði þessum tveimur mörkum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn. Honum var létt.... vinstri væng Breiðabliks Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru tveir af sprækustu mönnum deildarinnar og spila saman á vinstri kantinum hjá Breiðabliki. Þeir fóru illa með Víkinga í umferðinni. Kristinn skoraði tvö og lagði upp eitt auk þess sem að Höskuldur skoraði eitt og lagði upp annað. Kristinn er svo sókndjarfur að hann var mættur á fjærstöng þegar Ellert Hreinsson, framherji, skaut að marki. Þvílíkt markanef.Óli Þórðar meðal áhorfenda.Vísir/ErnirSlæm umferð fyrir ...... dómara Dómarar vinna að mörgu leyti vanþaklátt starf. Þegar þeir standa sig vel er varla eftir því tekið en mistökin þeirra eru dregin fram í sviðsljósið og greind í frumeindir. Mistökin hafa verið nokkur í sumar og óvenjulega mörg mörk, sem við nánari eftirgrennslan virðast vera lögleg, hafa verið dæmd af liðum. Leiknismenn kvörtuðu sáran yfir því að hafa ekki fengið mark dæmt og vítaspyrnu þar að auki gegn Fjölni. Ólafur Þórðarson fékk rautt þegar Garðar Örn Hinriksson dæmdi Víkingi ekki vítaspyrnu gegn Breiðabliki og þá fékk Vilhjálmur Alvar Þórarinsson það óþvegið frá Jóhannesi Harðarsyni, þjálfara ÍBV, fyrir ákvarðanir sínar í leiknum gegn FH. Þessir dómarar þurfa sterk bein, svo mikið er víst.... misskilning Tvö afar skrautleg mörk litu dagsins ljós í umferðinni. Það er ekki á hverjum degi að leikmaður skorar sjálfsmark með skalla utan vítateigs. Það gerðist þegar Kiko Insa skallaði boltann aftur að eigin marki í leik Keflavíkur og Vals. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var þá kominn langt út úr eigin marki og missti boltann yfir sig. Sending Fylkismannsins Odds Inga Guðmundssonar aftur á markvörðinn Bjarna Þórð Halldórsson var í sama gæðaflokki í gær og færði Stjörnumönnum mark á silfurfati.... Ólaf Þórðarson Lét reka sig upp í stúku fyrir mótmæli í 4-1 tapleiknum gegn Breiðabliki og sá fátt jákvætt við frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að þjálfari Breiðabliks hafi viðurkennt eftir leik að hans menn hefðu alls ekki átt skilið að vinna svo stórt. Víkingar hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð en í þremur þeirra hefur Milos Milojevic, hinn aðalþjálfari Víkings, verið staddur á þjálfaranámskeiði í Serbíu. Ólafur hlýtur að telja dagana þar til að hann snýr aftur.Gulli Jóns fylgist spenntur með.Vísir/VilhelmTölfræði og sagan: * Kristján Flóki Finnbogason varð fyrsti gesturinn til að skora þrennu á Hásteinvelli í fjórtán ár (Ásmundur Arnarsson fyrir Fram 2001). * FH-ingar hafa skorað níu mörkum meira í ár en þeir gerðu í fyrstu átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni í fyrra. * Annað árið í röð sitja Eyjamenn í neðsta sæti deildarinnar eftir átta fyrstu umferðirnar. * ÍBV fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleik í þriðja leiknum í röð. * Eyjamenn hafa ekki haldið hreinu í heimaleik á móti FH í tæp þrettán ár eða síðan að Birkir Kristinsson náði því í júlí 2002. * ÍBV vann fjóra heimasigra í 1. til 8. umferð 2013 en hefur aðeins unnið einn heimasigur (8 leikir) í 1. til 8. umferð 2014 og 2015. * Blikar hafa unnið fyrsta hálftímann í Pepsi-deildinni í sumar 5-0. * Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn síðan liðið vann fimm í röð frá júní til júlí 2010. * Markatala Víkingsliðsins í fyrri hálfleik í undanförnum fjórum tapleikjum er -6 (0-6). * Víkingar hafa ekki fengið stig síðan að Pape Mamadou Faye hætti hjá félaginu. * Gunnleifur Gunnleifsson hélt marki Blika hreinu í 451 mínútu sem er félagsmet í efstu deild. * Víkingsliðið hefur aðeins unnið 1 af síðustu 13 leikjum sínum í Pepsi-deildinni. * Valsmenn unnu síðast þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni í júní og júlí 2011. * Keflvíkingar fengu dæmt á sig víti fimmta leikinn í röð í Pepsi-deildinni. * Keflavíkurliðið hefur aðeins skorað 1 mark á 360 mínútum í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. * KR-ingar hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi-deildinni. * Fyrsta stig Skagamanna á KR-vellinum í tæp átta ár eða síðan að liðin gerðu 1-1 jafntefli 26. ágúst 2007. * Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Stjörnunnar, hefur spilað í 212 mínútur í Pepsi-deildinni án þess að fá á sig mark. * Stjarnan hefur náð í átta fleiri stig á útivelli en á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar. * Fylkismenn hafa tapað þremur heimaleikjum í röð og það með markatölunni 1-8. * Fylkismenn hafa ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og í samtals 290 mínútur. * Fjölnismenn hafa unnið þrjá síðustu leiki sína með markatölunni 8-1. * Fjölnir er búið að vinna jafnmarga leiki í Pepsi-deildinni í ár og allt síðasta sumar. * Fjölnismenn hafa komist 1-0 yfir í sex af átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.KópaCabana, stuðningsmannasveit Blikan.Vísir/ErnirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:Steven Lennon tók hornspyrnu: Lélegasta horn sumarsins, á jörðinni og útaf vellinum sirka meter frá hornfánanum.Haraldur Árni Hróðmarsson á Nettóvellinum: Jimenez reynir að hafa áhrif á boltastrák sem ætlar að kasta boltanum til Valsara. "No ball" öskrar hann og hristir hausinn með tilþrifum þegar drengurinn sinnir sínu starfi. Vel gert hjá strák.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvellinum: „Pape í Breiðablik. Við viljum Pape í Breiðablik,“ syngja stuðningsmenn Breiðabliks. Áhugavert.Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli: Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net og leikmaður Leiknis, er ekki í leikmannahópi Leiknis í dag sem eru viss vonbrigði. Ég ætla bara að viðurkenna það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristján Flóki Finnbogason, FH - 9 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 9 Steven Lennon, FH - 8 Orri Sigurður Ómarsson, Val - 8 Sigurður Egill Lárusson, Val - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki - 8 Aron Sigurðarson, Fjölni - 8 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörunni - 8 Hörður Árnason, Stjörnunni - 8 Kiko Insa, Keflavík - 3Umræðan á #pepsi365Með þessu áframhaldi þar sólarvörn að fylgja með miðanum á leikina í #sunnyKEF#fotboltinet#pepsi365pic.twitter.com/TfrLWG3KBG — Haraldur Axel (@HaraldurAxel) June 14, 2015Það voru nokkur sjálfsmörkin skoruð á 6.flokks mótinu sem ég var á um helgina en ekkert eins klaufalegt og þetta #valur#fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) June 14, 2015Er Höskuldur Gunnlaugs hjá Breiðablik hinn nýji Gummi Ben? Ótrúlega líkir í hreyfingum með bolta á vellinum. #fotboltinet#pepsi365 — Haukur V. Magnússon (@haukur80) June 14, 2015Plís segiði mér að Dítú hjá Leikni heiti Artú að fyrra nafni. #pepsi365#fotbolti#fjölnirvsleiknir — Runar Robertsson (@RunarRoberts) June 15, 2015Aldrei útaf! #Pepsi365#fjölei — Gunnleifsson (@GulliGull1) June 15, 2015Ef ég væri Leiknis-leikmaður hefði ég hjólað í þessa dómara. Kostuðu þá leikinn. Ekki boðlegt. #fotboltinet#pepsi365 — Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) June 15, 2015Bjarni Guðjóns er farinn að hljóma eins og pabbi sinn í viðtölum #pepsi365 — Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 15, 2015@HoddiMagnusson dómarar dansa líka eftir höfðinu eins og tíðkast annars staðar ! Eftir höfðinu dansa limirnir ! #pepsi365 — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) June 15, 2015Íslenskir aðstoðardómarar þurfa að hætta að giska og leyfa sóknarmönnunum að njóta vafans, þetta er alltof þreytt #fotbolti#pepsi365 — Björn Axel (@bjorn_axel) June 16, 2015Flottasta mark 8. umferðar: Atvik 8. umferðar: Markasyrpa 8. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Múrað fyrir hjá Blikum og Tómasar í veseni | Myndbönd Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 8. júní 2015 10:00 Uppbótartíminn: Doumbia sneri aftur með stæl | Myndbönd Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. 27. maí 2015 11:27 Uppbótartíminn: Garðar eyðilagði veisluna í Breiðholti - Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 12. maí 2015 10:30 Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 21. maí 2015 00:01 Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30 Uppbótartíminn: Línuverðir í ruglinu - Myndbönd Þriðja umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 18. maí 2015 00:45 Uppbótartíminn: Þristaregn á Hlíðarenda - Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 8. maí 2015 09:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Uppbótartíminn: Múrað fyrir hjá Blikum og Tómasar í veseni | Myndbönd Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 8. júní 2015 10:00
Uppbótartíminn: Doumbia sneri aftur með stæl | Myndbönd Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. 27. maí 2015 11:27
Uppbótartíminn: Garðar eyðilagði veisluna í Breiðholti - Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 12. maí 2015 10:30
Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 21. maí 2015 00:01
Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30
Uppbótartíminn: Línuverðir í ruglinu - Myndbönd Þriðja umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 18. maí 2015 00:45
Uppbótartíminn: Þristaregn á Hlíðarenda - Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum. 8. maí 2015 09:30