Erlent

Leiðtogi al-Qaeda á Arabíuskaga féll í drónaárás

Nasser al Wuhaysi.
Nasser al Wuhaysi. VÍSIR/GETTY
Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa staðfest að einn helsti leiðtogi þeirra á Arabíuskaga, Nasser al Wuhaysi, féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Jemen. Nasser var háttsettur innan samtakanna og var áður helsti aðstoðarmaður Osama bin Laden.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki viljað tjá sig um málið en gert er ráð fyrir að blaðamannafundur verði haldinn vegna málsins seinna í dag enda er þeitta ein umfangsmesta árás á al-Qaeda frá því að bin Laden var skotinn til bana af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan árið tvö þúsund og ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×