Erlent

Telja víst að Belmokhtar sé fallinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mokhtar Belmokhtar
Mokhtar Belmokhtar vísir/ap
Bandaríkjaher segist hafa fellt fyrrum leiðtoga Al-Kaída í Líbíu í gær. Sá hefur ekki verið nafngreindur en stjórnvöld í Líbíu telja það vera Mokhtar Belmokhtar. Áður hefur verið fjallað um dauða hans, eða árið 2013, þegar talið var að hann hefði fallið í bardaga í Afríku. Þá hefur hann í tvígang verið dæmdur til dauða, en aldrei tekist að hafa hendur í hári hans.

Belmokhtar var eitt sinn háttsettur leiðtogi hjá Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum í Norður-Afríku. Hann klauf sig frá samtökunum og stofnaði sín eigin en talið er að liðsmenn þeirra hafi skipulagt og staðið að gíslatökunni í gasverksmiðjunni í Alsír árið 2013 þar sem 39 voru myrtir.


Tengdar fréttir

Sjö gíslar teknir af lífi

Hryðjuverkamenn tóku sjö gísla af lífi áður en alsírskir hermenn lögðu til atlögu við þá í gasvinnslustöðinni Almenas í hádeginu í dag samkvæmt BBC.

Belmokthar felldur í Malí

Hersveitir frá Afríkuríkinu Tsjad hafa fellt hinn herskáa íslamista Mokhtar Belmokthar í nágrannaríkinu Malí. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Tsjad að minnsta kosti en staðfesting hefur ekki borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×