Erlent

Árangurslítill fundur í Brussel: Grikkir að renna út á tíma

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alexis Tsipras forsætisráðherra og 
Yannis Dragasakis aðstoðarforsætisráðherra.
Alexis Tsipras forsætisráðherra og Yannis Dragasakis aðstoðarforsætisráðherra. vísir/epa
Fundur Grikkja við lánadrottna þeirra í Brussel í dag bar lítinn árangur. Aðeins er farið að þokast í átt að samkomulagi en enn ber mikið í milli. Evrópusambandið fer fram á að gríska ríkið skeri niður hjá sér um tvo milljarða evra til að tryggja lokagreiðslu af samningi ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Yannis Dragasakis, aðstoðarforsætisráðherra landsins, sagði Grikkja reiðubúna í frekari viðræður en útilokaði að skera niður í lífeyrisgreiðslum, líkt og ESB hefur lagt til.

Fjármálaráðherrar ríkja á Evrusvæðinu munu næst funda með Grikkjum á fimmtudag. Talið er að það verði þeirra síðasta tækifæri til að ná samkomulagi, ellegar lendi Grikkir í greiðslufalli. Gríska ríkið þarf að greiða AGS einn og hálfan milljarð evra, eða um 225 milljarða íslenskra króna, í lok mánaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×