Erlent

Evrópa verði fyrir skaða finnist ekki lausn á flóttamannavandanum

vísir/epa
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segist ekki geta sætt sig við áætlanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að létta á flóttamannavandanum í landinu. Þær séu langt frá því að vera nógu góðar og krefst þess að aðrar þjóðir bregðist við. Hann segist vera með varaáætlun finnist ekki lausn, en segir hana eiga eftir að koma niður á Evrópu allri.

„Áætlanir um að aðrar þjóðir taki við 24 þúsund manns frá Ítalíu er nánast ögrun. Það er gott ef Evrópa kýs samstöðu en ef ekki þá er plan B tilbúið. En það myndi fyrst og fremst skaða Evrópu,“ sagði Renzi en gaf ekki frekari skýringar á áætlun sinni.

Aðildarríki Evrópusambandsins munu deila með sér ábyrgð á móttöku allt að fjörutíu þúsundhælisleitenda frá Sýrlandi og Erítreu samkvæmt áætluninni sem lögð var fram í lok síðasta mánaðar. Fyrirkomulagið hefur þó verið gagnrýnt og telja margir ólíklegt að lönd innan ESB muni samþykkja það. 


Tengdar fréttir

750 flóttamenn á leið til Íslands?

Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×