Erlent

Nánast lóðrétt flugtak farþegaþotu vekur athygli

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélaframleiðandinn Boeing birti nýverið myndband sem sýnir nýja flugvél taka nánast lóðrétt á flug. Um er að ræða fyrstu 787-9 Dreamliner farþegaþotu fyrirtækisins og er myndbandið af æfingu fyrir flugsýningu í París.

Myndbandið hefur farið víða á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar um allan heim hafa birt það.

Á myndbandinu lítur út fyrir að flugvélin taki nánast lóðrétt á loft, en Boeing segir þessa flugvélar eyða mun minna eldsneyti en hefðbundnar vélar þar sem þessi sé með þeim léttari.

Á vef CNN er rætt við flugmann sem segir að halli vélarinnar líti út fyrir að vera meiri en hann hafi í raun verið.

Hér má sjá samskonar myndband sem Boeing birti í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×