Lög um verkföll samþykkt Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2015 19:30 Sigurður Ingi Jóhannesson, mælti fyrir frumvarpinu. Vísir/Valli Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar og sett lög á verkfallsaðgerðir BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frumvarpið var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 19, en fjórtán þingmenn voru fjarverandi. Verkföllum félaganna er því lokið. Sjá má atkvæðagreiðsluna hér á vef Alþingis. Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans Allsherjar og menntamálanefndar, sem og tillögu um að málinu yrði vísað frá. Lögin fela í sér að hafi deiluaðilar ekki komist að samkomulagi fyrir þann 1. júlí mun Hæstiréttur Íslands tilnefna gerðadóm. Hann mun ákveða kjör og kaup félagasmanna BHM og FÍH fyrir 15. ágúst. BHM hefur nú verið í tæplega ellefu vikna verkfalli og hjúkrunarfræðingar í á þriðju viku.Umdeild lagasetning Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum. Hann sagði að alltaf væri erfitt og þungbært að setja lög á verkföll. Engu síður væri staðan grafalvarleg. „Því er það mat ríkisstjórnarinnar að það sé nauðsynlegt að taka á þessu máli.“ Hann sagði að þeir sem að væru á móti lagasetningunni bæru ábyrgð á því að ástandið sem uppi væri í samfélaginu myndi halda áfram óbreytt. Þeir sem segðu já myndu höggva á hnútinn og gefa samningsaðilum tækifæri til að finna lausn á næstu tveimur til þremur vikum. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sagði þingmenn Pírata skora á meirihlutann að vísa málinu frá, en tók fram að að sjálfsögðu yrði nú ekki farið eftir því. Hún sagði að breytingartillögurnar hefðu gert „þessi ólög, aðeins skárri.“ Ögmundur Jónasson sagði Vinstri græna harma þessar málalyktir og að frumvarpið væri ranglátt og óskynsamlegt. Hann væri hins vegar sannfærður um að löng barátta og þær miklu fórnir sem heilbrigðisstarfsfólk hefði fært, muni skila árangri þegar upp er staðið. Hann sagði deilunni ekki lokið með lagasetningunni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði Landlækni hafa bent ríkisstjórninni á að hættuástand sé á Landspítalanum og að ríkisstjórnin hefði setið á því í „heilan mánuð.“ Hann sagði einnig að bent hefði verið á að leysa þyrfti deiluna og það að ná samningum væru eina langtímalausnin. „Þessi ríkisstjórn forgangsraðar ekki skattfé landsmanna í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, samningaviðræður vera komnar í þann hnút að grípa þurfi inni í. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 „Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt. 13. júní 2015 16:39 Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22 Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45 Kennarasambandið styrkir BHM um 15 milljónir "KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði." 13. júní 2015 11:22 Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar og sett lög á verkfallsaðgerðir BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frumvarpið var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 19, en fjórtán þingmenn voru fjarverandi. Verkföllum félaganna er því lokið. Sjá má atkvæðagreiðsluna hér á vef Alþingis. Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans Allsherjar og menntamálanefndar, sem og tillögu um að málinu yrði vísað frá. Lögin fela í sér að hafi deiluaðilar ekki komist að samkomulagi fyrir þann 1. júlí mun Hæstiréttur Íslands tilnefna gerðadóm. Hann mun ákveða kjör og kaup félagasmanna BHM og FÍH fyrir 15. ágúst. BHM hefur nú verið í tæplega ellefu vikna verkfalli og hjúkrunarfræðingar í á þriðju viku.Umdeild lagasetning Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum. Hann sagði að alltaf væri erfitt og þungbært að setja lög á verkföll. Engu síður væri staðan grafalvarleg. „Því er það mat ríkisstjórnarinnar að það sé nauðsynlegt að taka á þessu máli.“ Hann sagði að þeir sem að væru á móti lagasetningunni bæru ábyrgð á því að ástandið sem uppi væri í samfélaginu myndi halda áfram óbreytt. Þeir sem segðu já myndu höggva á hnútinn og gefa samningsaðilum tækifæri til að finna lausn á næstu tveimur til þremur vikum. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sagði þingmenn Pírata skora á meirihlutann að vísa málinu frá, en tók fram að að sjálfsögðu yrði nú ekki farið eftir því. Hún sagði að breytingartillögurnar hefðu gert „þessi ólög, aðeins skárri.“ Ögmundur Jónasson sagði Vinstri græna harma þessar málalyktir og að frumvarpið væri ranglátt og óskynsamlegt. Hann væri hins vegar sannfærður um að löng barátta og þær miklu fórnir sem heilbrigðisstarfsfólk hefði fært, muni skila árangri þegar upp er staðið. Hann sagði deilunni ekki lokið með lagasetningunni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði Landlækni hafa bent ríkisstjórninni á að hættuástand sé á Landspítalanum og að ríkisstjórnin hefði setið á því í „heilan mánuð.“ Hann sagði einnig að bent hefði verið á að leysa þyrfti deiluna og það að ná samningum væru eina langtímalausnin. „Þessi ríkisstjórn forgangsraðar ekki skattfé landsmanna í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, samningaviðræður vera komnar í þann hnút að grípa þurfi inni í.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 „Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt. 13. júní 2015 16:39 Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22 Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45 Kennarasambandið styrkir BHM um 15 milljónir "KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði." 13. júní 2015 11:22 Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00
„Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt. 13. júní 2015 16:39
Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22
Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45
Kennarasambandið styrkir BHM um 15 milljónir "KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði." 13. júní 2015 11:22
Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00