Innlent

Allsber maður á hjóli á Austurvelli tilkynntur til lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá hjólasamkomu nakinna í Melbourne í Ástralíu.
Frá hjólasamkomu nakinna í Melbourne í Ástralíu. Vísir/EPA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynninu um allsberan mann á Austurvelli í dag. Maðurinn beraði kynfæri sín á sama tíma og fjöldi fólks hafði komið saman þar í tilefni af brjóstabyltingunni svokölluðu.

Samkvæmt heimildum Vísis hjólaði maðurinn um svæðið í dágóða stund. Flestir þeir sem voru á Austurvelli virtust ekki kippa sér upp við athæfi hans. Vert er þó að taka fram að maðurinn var með hjálm og húðlitaðan sokk á kynfærum sínum.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi látið sig hverfa og lögregluþjónar hafi ekki fundið hann, þrátt fyrir leit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×