Manor hugsanlega hætt við Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júní 2015 15:30 Graeme Lowdon ætlar ekki að gera neina fljótfærnisvillu heldur ígrunda málið vel. Vísir/Getty Manor liðið í Formúlu 1 endurhugsar nú áætlun sína um að kynna nýjan bíl á tímabilinu. Hugsanlega verður hann ekki kynntur fyrr en á næsta tímabili. Endurreisn Manor átti sér stað á afar stuttum tíma og liðinu tókst á ótrúlega stuttum tíma að aðlaga gamla Marussia bílinn að nýjum reglum og koma honum á braut. Ætlunin var svo að koma með mikið endurbættan bíl sem allra fyrst á tímabilinu. Nú er staðan sú að liðið telur líklegt að bíllinn líti ekki dagsins ljós fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin veltur á því að liðinu tekst ítrekað að halda sig innan 107% frá hraðasta tíma hverrar tímatöku. Liðið telur að 107% reglan muni ekki valda þeim vandræðum á tímabilinu. 107% reglan felst í því að ökumenn verða að setja tímatökuhring innan við 107% frá hraðasta tíma þeirrar tímatöku til að vera gjaldgengir í keppni. Undantekningar á þessu eru þegar ökumenn hafa sett samkeppnishæfan tíma á æfingum en lenda svo hugsanlega í því að bíllinn bilar í tímatökunni. „Við horfum á heildar myndina, þetta er allt opið og ekkert meitlað í stein. Við leitum að rétta svarinu og þegar við finnum það þá verður það leiðin sem verður farin. Það er rétt að nefna að sumt af því fólki sem hefur áhrif á ákvörðunina er rétt að byrja að starfa hjá okkur,“ sagði Graeme Lowdon, liðsstjóri Manor. Formúla Tengdar fréttir Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00 Bílskúrinn: Endurkoman í Kanada Lewis Hamilton kom til baka eftir vonbrigðin í Kanada, Nico Rosberg glímdi við bremsuvandamál og Valtteri Bottas komst á verðlaunapall. 9. júní 2015 23:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Manor liðið í Formúlu 1 endurhugsar nú áætlun sína um að kynna nýjan bíl á tímabilinu. Hugsanlega verður hann ekki kynntur fyrr en á næsta tímabili. Endurreisn Manor átti sér stað á afar stuttum tíma og liðinu tókst á ótrúlega stuttum tíma að aðlaga gamla Marussia bílinn að nýjum reglum og koma honum á braut. Ætlunin var svo að koma með mikið endurbættan bíl sem allra fyrst á tímabilinu. Nú er staðan sú að liðið telur líklegt að bíllinn líti ekki dagsins ljós fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin veltur á því að liðinu tekst ítrekað að halda sig innan 107% frá hraðasta tíma hverrar tímatöku. Liðið telur að 107% reglan muni ekki valda þeim vandræðum á tímabilinu. 107% reglan felst í því að ökumenn verða að setja tímatökuhring innan við 107% frá hraðasta tíma þeirrar tímatöku til að vera gjaldgengir í keppni. Undantekningar á þessu eru þegar ökumenn hafa sett samkeppnishæfan tíma á æfingum en lenda svo hugsanlega í því að bíllinn bilar í tímatökunni. „Við horfum á heildar myndina, þetta er allt opið og ekkert meitlað í stein. Við leitum að rétta svarinu og þegar við finnum það þá verður það leiðin sem verður farin. Það er rétt að nefna að sumt af því fólki sem hefur áhrif á ákvörðunina er rétt að byrja að starfa hjá okkur,“ sagði Graeme Lowdon, liðsstjóri Manor.
Formúla Tengdar fréttir Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00 Bílskúrinn: Endurkoman í Kanada Lewis Hamilton kom til baka eftir vonbrigðin í Kanada, Nico Rosberg glímdi við bremsuvandamál og Valtteri Bottas komst á verðlaunapall. 9. júní 2015 23:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00
Bílskúrinn: Endurkoman í Kanada Lewis Hamilton kom til baka eftir vonbrigðin í Kanada, Nico Rosberg glímdi við bremsuvandamál og Valtteri Bottas komst á verðlaunapall. 9. júní 2015 23:00