Innlent

Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hlín Einarsdóttir.
Hlín Einarsdóttir.
Hlín Einarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Bleikt.is, segir eigendur Vefpressunnar meina sér um aðgang að tölvupóstum hennar. Hún hyggst nota þá í þeim málaferlum sem framundan eru vegna tveggja kæra sem hún sætir og nauðgunarkæru sem hún hefur lagt fram á hendur fyrrverandi samstarfsmanni. Hlín segir eigendur fyrirtækisins hafa lokað á netfang sitt eftir að málið komst upp.

Í samtali við Stundina segist hún telja sig eiga fullan rétt á þessum gögnum sem séu að stórum hluta persónuleg. Meðal annars sé þar að finna tölvupóst til Björns Inga Hrafnssonar, eins eiganda Pressunnar og fyrrverandi sambýlismanns hennar, þar sem hún greinir honum frá meintri nauðgun. Hún segist þó lítið vilja tjá sig um málið á meðan rannsókn þess stendur yfir en kveðst ætla að berjast fyrir rétti sínum.

Hlín og systir hennar, Malín Brand, voru handteknar 29. maí fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Annar maður kærði systurnar eftir að málið komst upp fyrir að hafa kúgað sig til að greiða sér 700 þúsund krónur, annars yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín.


Tengdar fréttir

Hlín leggur fram nauðgunarkæru

Malín Brand segir í yfirlýsingu að meint fjárkúgun hafi í raun verið sáttatillaga í kynferðisbrotamáli. Maðurinn sem kærði systurnar Malín og Hlín fyrir fjárkúgun gegn sér tók upp símtal sem hann átti við Malín þar sem hún þrýsti á hann að ganga að boði þ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×