Heimir: Engin ástæða til að breyta undirbúningi þó mikið sé undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 13:30 „Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
„Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00
Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30
Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30
Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30