Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga 10. júní 2015 15:51 Flestir töldu að leggja ætti mannanafnanefnd niður og fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf. Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. Á liðnum vetri var leitað samráðs á vef ráðuneytisins um hvort þörf væri á endurskoðun mannanafnalaga eða hvort fella mætti þau úr gildi. Alls bárust 30 umsagnir um málið og taldi meirihlutinn að þörf væri á að endurskoða löggjöfina. Ráðuneytið undirbýr nú að leita víðtækara álits almennings með áðurnefndri viðhorfskönnun. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins en aðdragandi könnunarinnar er sá að áður hafi verið efnt til opins samráðs á vefnum um hugsanlegar breytingar á lögum um mannanöfn og var fólk hvatt til þess að senda ráðuneytinu umsagnir. Til umræðu og skoðanaskipta voru settir fram þrír möguleikar og óskað var eftir að þeir sem sendu inn umsögn tilgreindu hvern þeirra þeir aðhylltust. Möguleikarnir þrír voru eftirfarandi: A - Hvorki er talin þörf á endurskoðun ákvæða mannanafnalaga um nafngjafir né störf mannanafnanefndar. Þeir almannahagsmunir sem liggja að baki ákvæðunum eru óbreyttir en í störfum mannanafnanefndar verði framvegis lögð meiri áhersla á þau sjónarmið sem fram hafa komið í dómaframkvæmd.B - Rétt er talið að gera tilteknar breytingar á mannanafnalögum, m.a. út frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið hjá dómstólum. Áfram verða í löggjöf reglur um nöfn og nafngjafir en þær endurskoðaðar út frá sjónarmiðum í samfélaginu í dag. Þá verður hlutverk mannanafnanefndar jafnframt endurskoðað með hliðsjón af þessu.C - Rétt er talið að fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf og gefa þannig fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd er þá óþörf og hún því lögð niður. Rétt er að geta þess að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 14 þingmanna til breytinga á mannanafnalögum þar sem þessi leið er lögð til.Alls aðhylltust þrír fyrsta kostinn, sjö þann næsta en tuttugu manns þótti möguleiki C fýsilegastur. Í tilkynningunni segir að næstu skref í málinu felist í áframhaldandi athugun á lögum um mannanöfn. Í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands muni ráðuneytið leitast við að kanna nánar skoðanir fólks til málsins. Næstu misseri á eftir verða notuð til þess að vinna enn frekar úr niðurstöðunum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. Á liðnum vetri var leitað samráðs á vef ráðuneytisins um hvort þörf væri á endurskoðun mannanafnalaga eða hvort fella mætti þau úr gildi. Alls bárust 30 umsagnir um málið og taldi meirihlutinn að þörf væri á að endurskoða löggjöfina. Ráðuneytið undirbýr nú að leita víðtækara álits almennings með áðurnefndri viðhorfskönnun. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins en aðdragandi könnunarinnar er sá að áður hafi verið efnt til opins samráðs á vefnum um hugsanlegar breytingar á lögum um mannanöfn og var fólk hvatt til þess að senda ráðuneytinu umsagnir. Til umræðu og skoðanaskipta voru settir fram þrír möguleikar og óskað var eftir að þeir sem sendu inn umsögn tilgreindu hvern þeirra þeir aðhylltust. Möguleikarnir þrír voru eftirfarandi: A - Hvorki er talin þörf á endurskoðun ákvæða mannanafnalaga um nafngjafir né störf mannanafnanefndar. Þeir almannahagsmunir sem liggja að baki ákvæðunum eru óbreyttir en í störfum mannanafnanefndar verði framvegis lögð meiri áhersla á þau sjónarmið sem fram hafa komið í dómaframkvæmd.B - Rétt er talið að gera tilteknar breytingar á mannanafnalögum, m.a. út frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið hjá dómstólum. Áfram verða í löggjöf reglur um nöfn og nafngjafir en þær endurskoðaðar út frá sjónarmiðum í samfélaginu í dag. Þá verður hlutverk mannanafnanefndar jafnframt endurskoðað með hliðsjón af þessu.C - Rétt er talið að fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf og gefa þannig fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd er þá óþörf og hún því lögð niður. Rétt er að geta þess að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 14 þingmanna til breytinga á mannanafnalögum þar sem þessi leið er lögð til.Alls aðhylltust þrír fyrsta kostinn, sjö þann næsta en tuttugu manns þótti möguleiki C fýsilegastur. Í tilkynningunni segir að næstu skref í málinu felist í áframhaldandi athugun á lögum um mannanöfn. Í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands muni ráðuneytið leitast við að kanna nánar skoðanir fólks til málsins. Næstu misseri á eftir verða notuð til þess að vinna enn frekar úr niðurstöðunum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira