Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2015 16:00 Strákarnir unnu í Ísrael. vísir/eva Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli. Handbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli.
Handbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira