Innlent

Fundur BHM og ríkisins stendur enn yfir hjá sáttasemjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, á fundi í seinustu viku.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, á fundi í seinustu viku. vísir/vilhelm
Samninganefndir BHM og ríkisins hittust á fundi í Karphúsinu klukkan 9 í morgun. Um fyrsta fund deiluaðila í heila viku er að ræða en 10. vika verkfalls félagsmanna í BHM hófst á þriðjudag.

Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir í samtali við Vísi að fundurinn standi enn yfir.

„Við erum að ræða efnisatriði samnings, það er okkar hlutverk, og ríkið er núna að skoða málið hjá sér,“ segir Páll.

Hann segir enn bera nokkuð í milli deiluaðila og segist ekkert geta sagt til um það hvort eitthvað sé að draga saman með þeim.

„Fundurinn er bara ennþá í gangi og svo sjáum við hvernig honum lyktar.“


Tengdar fréttir

Segir ríkið þykjast bundið af almenna markaðnum

Ríkissáttasemjari segir að til þessa hafi of mikið borið í milli í kjaradeilu ríkisins við opinbera starfsmenn til að hægt væri að beita úrræðum á borð við sátta- eða miðlunartillögu. Boðað hefur verið til funda fyrir hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×