Trúnaðarmaður hjá Actavis: „Áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins“ Linda Blöndal skrifar 29. júní 2015 19:16 Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.” Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þrjú hundruð störf verða flutt úr landi þegar lyfjaframleiðslu Actavis á Íslandi verður hætt eftir tvö ár. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um þetta í morgun. Forstjóri Allergan, móðurfélags fyrirtækisins, segir að framleiðslan hafi ekki verið nægilega hagkvæm. Hlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, segir fréttirnar koma illa við alla starfsmenn fyrirtækisins. Önnur starfsemi Actavis verður áfram hér á landi, svo sem lyfjaþróun, skráning og viðhald markaðsleyfa og alþjóðagæðasvið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við það starfi um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Framleiðir ekki nógLokunin er til hagræðingar þar sem aðrar verksmiðjur fyrirtækisins eru taldar geta tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu Allergan, móðurfélags Actavis, segir framleiðsluna hér á landi ekki nægilega mikla til að standast kröfur í dag. Stewart var staddur hér á landi til að tilkynna lokunina fyrir starfsfólki. Hann sagði framleiðsluna hér of dýra núorðið miðað við það magn sem er framleitt.Erfið ákvörðun„Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í framboðslínum okkar á heimsvísu. Það er mikið álag á okkur hvað varðar kostnað á sviði heilsuverndar og við erum að leita leiða til að hámarka framleiðslugetu okkar. Því tókum við þá erfiðu ákvörðun að loka framleiðslustöð okkar og sameina framleiðsluna öðrum verksmiðjum annars staðar,” sagði Stewart í frétt Stöðvar tvö í kvöld. „Við munum halda áfram að stunda rannsóknir og þróun, skráningar- og eftirlitsstarfsemi og aðra stoðþjónustu hér á landi en því miður, hvað varðar framleiðslustöðina, var framleiðslugetan ekki næg til að vera samkeppnishæf í þessu umhverfi,“ segir Stewart.Um hagræðingaraðgerð er að ræða.Hann segir að starfsfólkinu verði boðin aðstoð við að finna sér aðra atvinnu með ráðgjöf og fleiru. Þeir sem starfi fram til loka 2017 verði umbunað. Hvað felst í því er þó enn mjög óljóst.Eins og þruma úr heiðskíru loftiHlín Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður VR félaga hjá Actavis, sem starfar við lyfjaskráningu, heldur sjálf sínu starfi. Hún segir að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en engin teikn voru á lofti um að loka ætti lyfjaverksmiðjunni í dag. „Maður átti ekki von á því að mæta á mánudagsmorgni til vinnu og vera kallaður á fund. Ég sem trúnaðarmaður var kölluð á fund áður en öllum öðrum var tilkynnt þetta. Ég var svo meðal hinna þegar allir fengu tíðindin á stærri fundi klukkan tíu í morgun. Þetta var auðvitað mikið sjokk,” sagði Hlín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Lofað að ekki yrðu fleiri lokanirHlín segir lokunina hafa áhrif á alla, líka þá sem verða eftir hér á landi. „Það tekur þessu auðvitað enginn vel. Þetta er náttúrulega bara áfall fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins í heild,“ segir hún. Hún segir að lofað hefði verið á fundinum að fleiri einingum verði ekki lokað hér á landi. „Ég geri ekki ráð fyrir því eins og staðan er í dag. Það var tekið sérstaklega fram í dag.”
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57
Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Tilkynnt var í morgun að 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. 29. júní 2015 12:00