Erlent

Hitabylgja í kortunum í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Nýhöfn í Kaupmannahöfn.
Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Sól og hiti er það sem vænta má á Norðurlöndum á næstu dögum ef eitthvað er að marka veðurspár.

Íbúar á Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa margir beðið eftir því að sumarið komi fyrir alvöru og virðist sem sú bið sé loks á enda.

Seinni hluta vikunnar er búist við rúmlega 30 gráðu hita í Danmörku og er líklegt að margir munu taka fram sólarvörnina og halda niður á strönd.

Um helgina er svo búist við að hitinn fari upp í 32 gráður.

Der findes åbenbart ingen gylden middelvej...Dagens 7-døgnsskema ser meget varmt ud - og her på TV 2 VEJRET mindes vi ikke, at have lavet et, der var så varmt...

Posted by TV 2 Vejret on Sunday, 28 June 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×