Lífið

„Kemur þér ekki fokking við“ hvernig kynfæri fólks líta út

Stefán Ó. Jónsson skrifar
John Oliver fór mikinn í þætti gærkvöldsins.
John Oliver fór mikinn í þætti gærkvöldsins. mynd/skjáskot
„Það er jafn viðeigandi að spyrja transfólk út í kynfærin þeirra og að spyrja Jimmy Carter hvort hann sé umskorinn. Sem hann er," sagði John Oliver meðal annars í innslagi sínu um réttindi transfólks sem sýnt var í þættinum Last Week Tonight í gær.

Liðin vika var tíðindamikil í réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkunum en á föstudag staðfesti Hæstiréttur landsins að bönn við samkynja hjónaböndum stönguðust á við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í málaflokknum benti Oliver á að mikið verk sé þó enn óunnið en talið er að 700 þúsund transmanneskjum sé mismunað daglega í Bandaríkjunum.

Transfólk sé þannig fjórum sinnum líklegra til að búa við sárafátækt en þeir sem ekki kljást við kynáttunarvanda. Þá er talið að 46 prósent transkarla og 42 prósent transkvenna hafi einhvern tímann reynt að fyrirfara sér - samanborið við 4,2 prósent annarra.

Þá benti Oliver einnig á það hversu furðulegt það sé að spyrja transfólk út í kynfæri þeirra og hvernig þau líta út - eitthvað sem þætti óviðeigandi að spyrja fólk sem ekki væri trans.

„Sumt transfólk gengur í gegnum hormónameðferð og jafnvel kynskiptiaðgerð sem hluta af hormónameðferð sinni. Aðrir gera það ekki," sagði Olver. "Og það áhugaverðasta er að ákvörðun þeirra, svo notuð séu læknisfræðileg hugtök, kemur þér ekki fokking við."

Innslag Olivers má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.