Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 12:00 Sigurður Bessason, formaður Eflingar, gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við stéttarfélagið við undirbúning aðgerðanna. VÍSIR/GVA Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag.
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57