Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 09:46 Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Vísir/EPA Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni. Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni.
Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28