Erlent

Ísraelsher stöðvaði skip á leið til Gaza

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fóru um borð í skipið og framkvæmdu leit. Myndin er frá því að skipið lagði af stað til Palestínu.
Fóru um borð í skipið og framkvæmdu leit. Myndin er frá því að skipið lagði af stað til Palestínu. Vísir/AFP
Ísraelski herinn stöðvaði í nótt skip sem var á leið til Gaza-strandarinnar og beindi því til ísraelskar hafnar. Um borð í skipinu er aðgerðarsinnar sem styðja Palestínu.

Ísraelski herinn segist hafa stöðvaði skipið og farið um borð í það á alþjóðlegu hafsvæði til að koma í veg fyrir að skipinu yrði siglt til hafnar á Gaza, þar sem Ísraelar hafa bannað siglingar.

Í yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar segir herinn að reynt hafi verið í nokkur skipti að fá skipið til að breyta um stefnu en eftir að ekki var hlustað á þau tilmæli hafi verið farið um borð í skipið. Það er nú á leið til hafnar í Ashdod.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×