"Það var spilamennskan í fyrri hálfleik," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, við Vísi aðspurður eftir leik hvað skóp 4-2 sigur Valsmanna á ÍA í kvöld.
"Við spiluðum hrikalega vel. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í markinu sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik, en við skópum okkur nógu mikið af færum til til að vera 4-5 mörkum yfir í hálfleik."
Aðspurður hvort Valslið undanfarinna ára hefði fengið á sig jöfnunarmark í stöðunni 3-2 og misst unninn leik niður í jafntefli sagði Haukur Páll:
"Já, hugsanlega. En ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Við stóðum af okkur þessa pressu og það var sætt að koma inn fjórða markinu."
Haukur Páll vann boltann af Serbanum Marko Andelkovic í aðdraganda fjórða marks Vals. Haukur reiddist mikið eftir viðskipti þeirra og sendi Andelkovic tóninn á meðan félagar hans fóru fram völlinn og skoruðu.
"Hann gerði ákveðinn hlut sem mér finnst ógeðslegt og ég var ekki sáttur með það," sagði Haukur Páll, en hann fékkst ekki til að segja hvað Andelkovic gerði.
"Það skiptir ekki öllu máli hvað hann gerði. Ég get tekið öllu sem menn segja við mig inn á fótboltavellinum en þegar menn gera þennan ákveðna hlut verð ég ósáttur. Mér finnst þetta ógeðslegt."
Hauki var ekki runnin reiðin eftir leik. Hann hélt áfram að láta Andelkovic heyra það.
"Menn geta sparkað mig niður og allt svoleiðis en þetta fannst mér fyrir neðan allar hellur," sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll um Andelkovic: Get tekið öllu frá mönnum en þetta var ógeðslegt
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
