Erlent

Óhugnanlegt myndband af bruna í Taívan

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldurinn blossaði skyndilega upp.
Eldurinn blossaði skyndilega upp.
Rúmlega 400 manns eru enn á sjúkrahúsi eftir að eldur kom upp við svið í skemmtigarði í Taívan í gær. Sumir hinna særðu eru í alvarlegu ástandi. Eldurinn kom upp þegar það kviknaði í lituðu dufti sem kastað var í loftið við svið fyrir framan um þúsund manns.

Samkvæmt AP fréttaveitunni brenndust flestir á fótunum þar sem duftið lá á jörðinni. Nánari orsök eldsins er enn í rannsókn. Forsætisráðherra Taívan hefur þó bannað notkun duftsins á almannafæri.

Í heildina slösuðust 519 manns í brunanum í Formosa garðinum í Nýju Taipei í Taívan. 184 eru enn á gjörgæslu .

Lögreglan hefur yfirheyrt tvo starfsmenn garðsins sem skutu púðrinu í loftið, sem og skipuleggjanda teitisins sem stóð yfir og tvo tæknimenn. Mögulega verða þeir kærðir fyrir vanrækslu og að valda öðrum skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×