Erlent

15 Bretar meðal þeirra látnu í Túnis

Heimir Már Pétursson skrifar
Hryðjuverkaárásin hefur nú þegar haft mjög lamandi áhrif á ferðaþjónustuna í Túnis sem er landinu mjög mikilvæg.
Hryðjuverkaárásin hefur nú þegar haft mjög lamandi áhrif á ferðaþjónustuna í Túnis sem er landinu mjög mikilvæg. Vísir/EPA
Nú er staðfest að 15 Bretar voru meðal þeirra 39 sem myrtir voru við strandhótel í bænum Sousse í Túnis í fyrradag. Þúsundir ferðamanna bíða þess að vera fluttir heim frá Túnis en ferðaskrifstofur sendu tíu farþegaþotur aukalega til landsins í gær.

Þær hafa einnig fellt niður allar nýjar ferðir með hópa til landsins í að minnsta kosti viku þannig að hryðjuverkaárásin hefur nú þegar haft mjög lamandi áhrif á ferðaþjónustuna í Túnis sem er landinu mjög mikilvæg.

Þá hafa yfirvöld varað við því að fleiri árásir kunni að vera yfirvofandi. Margir ferðamannanna sem voru á hótelinu þar sem árásin var gerð í fyrradag og ekki hafa enn komist til síns heima eru mjög taugatrekktir á flugvellinum í Túnis. Það mun hins vegar taka tíma að koma þeim öllum heim vegna þess hvað þeir eru margir. Til að mynda er talið að yfir 20 þúsund breskir ferðamenn séu í Túnis.


Tengdar fréttir

Blóðbað íslamska ríkisins

Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×