Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2015 15:49 Skjáskot úr myndbandinu. Jackass-meðlimurinn og Íslandsvinurinn Bam Margera, sem fékk að kenna á því hjá íslenskum röppurum á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi, hefur birt nýtt myndband á Facebook-síðu sinni. Af því má ætla að hann sé að upplýsa aðdáendur sína, sem telja á fimmtu milljón, um stöðu mála í kjölfar barsmíðanna sem hann varð fyrir í Laugardalnum. Eins og sjá má í myndbandinu að neðan les Margera inn á myndbandið en myndefnið er göngutúr hans upp Frakkastíginn í Þingholtunum í Reykjavík. Honum virðist niðri fyrir, rifjar upp látinn félaga sem unni Íslandi og ítrekar fyrirætlanir sínar að opna hjólabrettagarð fyrir íslenska „skeitara“. „Þeir sátu fyrir mér. Það var ráðist á mig. Sem betur fer var Nicky ekki á svæðinu til að sjá þá berja mig í klessu. Hún hefði endað með glóðurauga og í fangelsi. Hún er orðljót,“ segir Margera og hótar hefndaraðgerðum. Nicky, Nicole Boyd Margera, er eiginkona Margera sem hann kvæntist á Íslandi árið 2013. Myndbandinu lýkur svo á drónaupptöku af Hallgrímskirkju sem erfitt er að segja til um hvernig tengist fyrri hluta myndbandsins fyrir utan að gera það á einhvern hátt áhrifameira. Greinilegt er að Margera hefur nýtt tímann á Íslandi nokkuð til þess að taka upp myndbönd af sjálfum sér en myndbandið af slagsmálunum á Secret Solstice var frá honum komið.Here's a teaser to get everyone up to date... Earth Rocker... -BamPosted by Bam Margera on Thursday, June 25, 2015 Tengdar fréttir Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Bam Margera mætti tvisvar til að leggja fram kæru í kjölfar samskipta sinna við íslenska rappara á Secret Solstice. Hann hætti við í bæði skiptin. 25. júní 2015 09:00 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Jackass-meðlimurinn og Íslandsvinurinn Bam Margera, sem fékk að kenna á því hjá íslenskum röppurum á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi, hefur birt nýtt myndband á Facebook-síðu sinni. Af því má ætla að hann sé að upplýsa aðdáendur sína, sem telja á fimmtu milljón, um stöðu mála í kjölfar barsmíðanna sem hann varð fyrir í Laugardalnum. Eins og sjá má í myndbandinu að neðan les Margera inn á myndbandið en myndefnið er göngutúr hans upp Frakkastíginn í Þingholtunum í Reykjavík. Honum virðist niðri fyrir, rifjar upp látinn félaga sem unni Íslandi og ítrekar fyrirætlanir sínar að opna hjólabrettagarð fyrir íslenska „skeitara“. „Þeir sátu fyrir mér. Það var ráðist á mig. Sem betur fer var Nicky ekki á svæðinu til að sjá þá berja mig í klessu. Hún hefði endað með glóðurauga og í fangelsi. Hún er orðljót,“ segir Margera og hótar hefndaraðgerðum. Nicky, Nicole Boyd Margera, er eiginkona Margera sem hann kvæntist á Íslandi árið 2013. Myndbandinu lýkur svo á drónaupptöku af Hallgrímskirkju sem erfitt er að segja til um hvernig tengist fyrri hluta myndbandsins fyrir utan að gera það á einhvern hátt áhrifameira. Greinilegt er að Margera hefur nýtt tímann á Íslandi nokkuð til þess að taka upp myndbönd af sjálfum sér en myndbandið af slagsmálunum á Secret Solstice var frá honum komið.Here's a teaser to get everyone up to date... Earth Rocker... -BamPosted by Bam Margera on Thursday, June 25, 2015
Tengdar fréttir Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Bam Margera mætti tvisvar til að leggja fram kæru í kjölfar samskipta sinna við íslenska rappara á Secret Solstice. Hann hætti við í bæði skiptin. 25. júní 2015 09:00 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Bam Margera mætti tvisvar til að leggja fram kæru í kjölfar samskipta sinna við íslenska rappara á Secret Solstice. Hann hætti við í bæði skiptin. 25. júní 2015 09:00
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47