Lífið

Myndlistarsýning í portinu á KEX

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gallerí Muses mun opna upp tíundu samsýninguna á KEX hostel laugardaginn 27. júní. Sýningin ber titilinn Traveler - allt er afleiðing hreyfingar. Hún mun standa mjög stutt yfir eða aðeins í einn dag sunnudaginn 28. júní frá kl 10-22.

Þeir sem sýna á Traveler eru margir af betri listamönnum landsins:

Margeir Dire

Hugleikur Dagsson

Bergþór Morthens

Sylvía Lovetank

Víðir Mýrmann

Georg Óskar Giannakoudakis

Sævar Karl

Katrín Matthíasdóttir

Ægir the Artist

Dagrún Íris Sigmundsdóttir

Örn Tönsberg

Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir

Eva Vestmann

Arngrímur Sigurðsson

Harpa Einarsdóttir “Ziska”

Þorgrímur Andri Einarsson

Sýningar Gallerí Muses einkennast af lifandi stemningu, léttu andrúmslofti og fallegri list. Aðstandendur sýningarinnar hvetja alla til þess að leggja leið sína á KEX til þess að skoða fallega list og setjast svo í Kex portið til að njóta veðurblíðunnar sem er spáð um helgina.

Endilega hafið samband við viðkomandi aðila fyrir nánari upplýsingar, í viðhengi er ljósmynd af verkinu SVEITAPAKK eftir Georg Óskar Giannakoudakis sem verður á sýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×