Erlent

Jevgení Primakov látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jevgení Primakov og Boris Jeltsín, fyrrum Rússlandsforseti.
Jevgení Primakov og Boris Jeltsín, fyrrum Rússlandsforseti. Vísir/AFP
Jevgení Primakov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, er látinn, 85 ára að aldri.

Primakov gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1998 til 1999.

Á stjórnmálaferli sínum gegndi hann einnig embætti utanríkisráðherra, yfirmanns leyniþjónustunnar, auk þess að vera náinn samstarfsmaður Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×