Apple fjarlægir fána Suðurríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2015 22:17 Vísir/EPA Tæknirisinn Apple hefur ákveðið að fjarlægja forrit sem sýna fána Suðurríkjanna úr forritaþjónustu fyrirtækisins. Þá er bara um að ræða forrit sem sýna fánann á „móðgandi“ eða „illkvittinn“ hátt. Mikill fjöldi forrita og leikja sýna fánann einungis í sögulegu samhengi. Fyrirtækið fylgir þar fast á hæla fjölda annarra fyrirtækja í Bandaríkjunum eins og Walmart, Amazon, Ebay og Sears. Þau hafa hætt sölu vara sem sýna fánann í kjölfar þess að níu svartir einstaklingar voru skotnir til bana í kirkju í Charleston í síðustu viku. Hávær umræða um gildi og framtíð fánans hefur átt sér stað í kjölfar árásarinnar. Fáninn var tákn þeirra ellefu suðurríkja sem slitu sig frá Bandaríkjunum í þrælastríðinu og vildu halda þrælahaldi áfram. Samkvæmt frétt á vefnum Cnet ætla forritarar að reyna að komast hjá banninu með því að nota fyrri útgáfur að fánanum sem eru minna þekktar en sú útgáfa sem flestir þekkja og er frá árinu 1862. Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur ákveðið að fjarlægja forrit sem sýna fána Suðurríkjanna úr forritaþjónustu fyrirtækisins. Þá er bara um að ræða forrit sem sýna fánann á „móðgandi“ eða „illkvittinn“ hátt. Mikill fjöldi forrita og leikja sýna fánann einungis í sögulegu samhengi. Fyrirtækið fylgir þar fast á hæla fjölda annarra fyrirtækja í Bandaríkjunum eins og Walmart, Amazon, Ebay og Sears. Þau hafa hætt sölu vara sem sýna fánann í kjölfar þess að níu svartir einstaklingar voru skotnir til bana í kirkju í Charleston í síðustu viku. Hávær umræða um gildi og framtíð fánans hefur átt sér stað í kjölfar árásarinnar. Fáninn var tákn þeirra ellefu suðurríkja sem slitu sig frá Bandaríkjunum í þrælastríðinu og vildu halda þrælahaldi áfram. Samkvæmt frétt á vefnum Cnet ætla forritarar að reyna að komast hjá banninu með því að nota fyrri útgáfur að fánanum sem eru minna þekktar en sú útgáfa sem flestir þekkja og er frá árinu 1862.
Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira