Dempsey í tveggja ára bann fyrir að rífa í sundur minnisbók dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:45 Clint Dempsey spilar ekki bikarleik fyrr en 2018. vísir/getty Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann. Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Clint Dempsey, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, spilar ekki bikarleik fyrir félagslið sitt, Seattle Sounders, næstu tvö árin. Hann var úrskurðaður í sex leikja eða tveggja ára bikarbann fyrir atvik sem kom upp í 32 liða úrslitum opnu bikarkeppninnar í Bandaríkjunum. Bannið virkar þannig að þó Seattle nái sex leikjum í bikarnum á næstu tveimur tímabilum, 2016 og 2017, gildir harðari refsingin og mun hann ekki spilar bikarleik fyrr en 2018. Seattle tapaði fyrir erkifjendunum í Portland Timbers, 3-1, í 32 liða úrslitunum 16. júní og var Dempsey rekinn út af í uppbótartíma.Jürgen Klinsmann ætlar að ræða við sinn mann.vísir/gettyHann var verulega ósáttur við dómara leiksins og byrjaði á því að slá minnisbók dómarans úr höndum hans. Fyrir það fékk hann þó ekki nema gult spjald, en þegar Dempsey tók svo bókina upp og reif hana í sundur fékk hann að líta beint rautt spjald. Hann fékk þriggja leikja bann í öllum keppnum fyrir rauða spjaldið og var ekki með Seattle þegar liðið tapaði fyrir San Jose Sharks á laugardaginn. Bandaríski landsliðsfyrirliðinn missir einnig af leikjum gegn Philadelphia og Portland í deildinni í þessari viku en verður kominn úr banni áður en landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik fyrir Gullbikarinn 3. júlí. „Þetta er bara eitthvað sem ég sá á netinu. Svona vill enginn sjá, en þetta eru mistök og mistök eru gerð. Auðvitað mun ég ræða við Clint um þetta þegar hann kemur til æfinga hjá landsliðinu fyrir leikinn gegn Gvatemala,“ sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, í viðtali á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins. „Þetta er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum. Það vill enginn fá rauð spjald og fara í leikbann. Þetta er samt hluti af leiknum. Við munum bara ræða þetta þegar við hittumst og taka næstu skref út frá því,“ sagði Klinsmann.
Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira