Innlent

Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18-32 milljarðar króna.
Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18-32 milljarðar króna. Vísir/Pjetur
Áætlaður stofnkostnaður við uppbyggingu á alhliða innanlandsflugvelli er um 22 til 25 milljarðar króna sé horft til þess að byggja hann upp á Bessastaðanesi, Hólmsheiði eða í Hvassahrauni.

Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, skilaði skýrslu sinni í dag og komst að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni.

Í kaflanum um frummat stofnkostnaðar segir að á Lönguskerjum sé áætlaður stofnkostnaður meiri en annars staðar, eða um 37 milljarðar króna. „Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18-32 milljarðar króna, breytilegt eftir útfærslu og hversu mikið er nýtt af núverandi fl ugbrautum og byggingum.“

Áætlaður stofnkostnaður við uppbyggingu á alhliða innanlandsflugvelli með 2.100 metra aðalflugbraut og flugstöð fyrir 1,5 milljón millilandafarþega á ári á Bessastaðanesi, Hólmsheiði eða í Hvassahrauni er um 36 til 40 milljarðar króna. Á Lönguskerjum er stofnkostnaður við samskonar flugvöll áætlaður um 57 milljarðar.

„Áætlaður stofnkostnaður fyrir alhliða innanlandsflugvöll með 3.000 m aðalflugbraut og flugstöð fyrir 2,5 milljónir millilandafarþegar á ári er um 51-59 milljarðar króna sé hann byggður upp á Bessastaðanesi, Hólmsheiði eða í Hvassahrauni. Á Lönguskerjum er stofnkostnaður áætlaður um 77 milljarðar.

Ef einungis er litið á kostnað við flugvallargerð (húsbyggingar eru undanskildar) þá bendir frummat á stofnkostnaði til að það kosti 5-16 milljarða króna að byggja 3.000 m aðalflugbraut og stærra athafnasvæði við flugvöllinn umfram það sem það kostar að byggja alhliða innanlandsflugvöll á umræddum flugvallarstæðum m.v. gefnar forsendur. Vegna kostnaðar við landgerð verði stækkun flugvallarsvæðis mun kostnaðarsamari á Bessastaðanesi og Lönguskerjum en á Hólmsheiði og í Hvassahrauni,“ segir í skýrslunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×