Erlent

Obama þaggar niður í framíkallara í Hvíta húsinu

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, og Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, og Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti þaggaði niður í framíkallara í Hvíta húsinu þar sem hann ræddi um málefni hinsegin fólks í gær.

Obama minnti á að hann væri staddur í húsi forsetans og ætti að skammast sín eftir að hann lét ekki ekki af framíköllum sínum. Forsetanum var ekki skemmt og bað að lokum öryggisverði um að fjarlægja framíkallarann.

Forsetinn sagði síðar að vanalega væri honum sama um nokkur framíköll, en ekki þegar hann væri staddur í Hvíta húsinu.

Sjá má myndband af atvikinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×