Viðskipti innlent

Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. vísir/gva
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. Hann segir að ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað eða ekki til Hæstaréttar.

Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru sýknaðir af ákæru um umboðssvik. Voru þau ákærð fyrir tveggja milljarða króna lán sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008.

Ólafur vill ekkert segja um það hvort að niðurstaðan komi á óvart eða sé vonbrigði.

„Þetta er niðurstaðan í málinu og við erum bara að skoða röksemdirnar. Það þarf náttúrulega að skoða þær allar og til hvaða atriða dómurinn er að horfa.“

Ólafur segir að embættið verði svo að draga ákveðnar ályktanir af dómnum þegar búið er að fara yfir forsendur hans.

 

„Allar niðurstöður í dómnum gefa okkur ákveðin fordæmi inn í á vinnu sem eftir er þannig að öll fordæmi sem við fáum í dómi skipta okkur máli.“

Að sögn Ólafs er embætti sérstaks saksóknara enn með þó nokkuð af umboðssvikamálum til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Öll sýknuð í SPRON-málinu

Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×