Erlent

Rússar hafa æft innrásir á norrænar eyjar og Norður-Noreg

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP
Rússneski herinn hefur æft innrás á sænsku eyjuna Gotland, Álandseyjar, dönsku eyjuna Borgundarhólm og norðurhluta Noregs. Um 33 þúsund rússneskir hermenn tóku þátt í æfingunni.

Þetta kemur fram fram í nýrri skýrslu sérfræðingahópsins Center for European Policy Analysis (CEPA).

„Mögulegt er, þó það sé ólíklegt, að Rússland hyggi á óvænta allsherjarárás á Eystrasaltsríkin, norræn nágrannaríki þeirra og Pólland. Slíkt væri þó einungis mögulegt ef Rússar myndu draga herlið sitt frá svæðunum í og í kringum Úkraínu til baka. Rússland er ekki með hernaðarlegt bolmagn til að há tvö stríð samtímis,“ segir í skýrslunni.

Á meðal þeirra sviðsmynda sem rússneskar hersveitir æfðu í mars voru innrásir á Gotland, Álandseyjar, Borgundarhólm og norðurhluta Noreg.

Í skýrslunni segir að fyrst og fremst beri að líta á heræfingarar sem sálfræðilega stríðsyfirlýsingu þar sem markmiðið sé að gera ríkin fráhverf því að bregðast við í deilum Rússlands og Eystrasaltsríkjanna. Þá er því lýst hvernig rússneski herinn hefur kerfisbundið brotið gegn loftrými og hafsvæði annarra ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×