Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2015 21:30 Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira