Fótbolti

Capello gæti verið að missa starfið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. vísir/getty
Fabio Capello, þjálfari rússneska knattspyrnulandsliðsins, gæti verið að missa starfið samkvæmt fréttum frá Rúslandi, en Sky Sports greinir frá.

Capello er á leið í viðræður við rússneska knattspyrnusambandið þar sem búist er við að samningi hans verði sagt upp.

Ítalinn hefur verið í starfshættu síðan rússneska liðið tapaði fyrir Austurríki í undankeppni EM 2016 fyrr í þessum mánuði.

Rússneska landsliðið er í þriðja sæti í G-riðli og er í hættu um að komast ekki á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.

Capello er með samning fram yfir heimsmeistaramótið 2018 sem fer einmitt fram í Rússlandi.

Rússneska knattspyrnusambandið hefur átt í erfiðleikum með að greiða Capello ofurlaun hans að undanförnu, en Alisher Usmanov, eigandi Arsenal, gaf sambandinu 3,5 milljónir punda til að gera upp við þjálfarann fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×